Þurrkuð bláber

Þurrkuð bláber. Í þeirri ágætu bók Grænmeti og ber allt árið, sem af flestum var aldrei kölluð annað en Ber allt árið, útskýrir Helga Sigurðardóttir hvernig þurrka skuli bláber.

Þurrkuð bláber. Berin hreinsuð vel, raðað á pappír og þurrkuð úti fyrst einn dag. Þá eru þau látin í bakarofn, á pappírnum, og þurrkuð við 50-60 gráðu hita. og er ofninn hafður opinn. Þegar þau eru alveg skorpin eru þau fulllþurrkuð og eru þá geymd í línpoka. Þurrka má berin úti í þunnum línpoka úti í sól og vindi. Deigni þau aftur eru þau þurrkuð betur. Berin eru lögð í bleyti eins og aðrir þurrkaði ávextir daginn áður en á að nota þau.
Úr bókinni Grænmeti og ber allt árið eftir Helgu Sigurðar.

Grænmeti og ber allt árið

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *