Borðsiðir fyrir börn

Borðsiðir fyrir börn mannasiðir kurteisi að haga sér vel barnaborðsiðir barnakurteisi etiquette borðhald krakkar og kurteisi börn ungdómur ETIQUETTE kid
Borðsiðir fyrir börn

Borðsiðir fyrir börn. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft eins og sagt er. Mikilvægast af öllu í uppeldi er að sleppa því sem við viljum ekki að börnin okkar geri. Það er aldrei of snemmt að kenna börnum borðsiði. Við verðum samt að hafa í huga að börn eru börn og gera verður kröfur til þeirra eftir því. Ef illa gengur er ekki vitlaust að taka upp einhvers konar umbunarkerfi.

Einhverju sinni heyrði ég sögu af hjónum sem buðu barnabörnunum í mat nokkra sunnudaga í röð. Þau lögðu allt sitt fínasta á borðið og fóru síðan yfir borðsiðina með börnunum, á meðan á borðhaldinu stóð, aftur og aftur. Sumum finnst þetta óttalegt snobb, tilgerð og vesen. En tilfellið er að börnum þykir oft mjög gaman að hafa reglur og siði. Ef við útskýrum að þetta gangi allt út á að okkur líði vel, þá verður þetta eins og hver annar leikur.

Það er ágætt fyrir okkur fullorðna fólkið að hafa í huga að flest af því sem eru „barnaborðsiðir” eru líka siðir fullorðinna. Siðir sem við þurfum að minna okkur reglulega á, a.m.k. ég. Eins og að tala ekki með fullan munninn, ekki smjatta eða sötra. Sitja fallega, smakka á öllum mat, hvernig á að nota servíettuna, olnboga af borðinu, slíta leiktæki (símana) frá okkur, sleikja ekki hnífinn o.s.frv. Það erfiðasta fyrir börn er oft að fara ekki frá borðinu fyrr en allir eru búnir. Auðvitað getum við gert undantekningar, en ef við útskýrum að þetta sé sá tími dagsins sem við eigum öll saman og getum rætt hvað við höfum verið að gera í dag eða ætlum að gera síðar, eða hvernig okkur líður o.s.frv., þá „meikar það meiri sens“ ef svo má að orði komast á gullaldaríslensku.

Drögum ekki að kenna börnunum borðsiði.

BORÐSIÐIR

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.