Kanntu að afhenda og taka á móti nafnspjaldi?

Kanntu að afhenda og taka á móti nafnspjaldi? etiquette card buisness kurteisi borðsir japanskir siður
Kanntu að afhenda og taka á móti nafnspjaldi?

Nafnspjöld

Sögu nafnspjaldsins má rekja allt aftur til 15. aldar Kína, en nafnspjaldið eins og við þekkjum það í dag kemur frá Lúðvíki sólkonungi í Frakklandi. Alsiða var þar að gestir afhentu gestgjafa sínum heimsóknarspjald og var þar gesturinn rækilega kynntur með pomp og prakt.
Í London urðu svokölluð viðskiptaspjöld vinsæl og urðu eins konar auglýsing fyrir fyrirtæki. Uppúr 1830 var algengt að þessi spjöld væru prentuð í lit og oft að á þeim var kort eða leiðbeiningar um hvernig mætti finna búðina.
Á 19. öld voru nafnspjöld orðin ómissandi fyrir fólk af öllum stigum samfélagsins beggja vegna Atlantshafs.
Öll samskipti eru að breytast með tilkomu netsins og e.t.v. vera gæti að nafnspjöld eigi eftir að falla í gleymskunnar dá. En þau lifa samt ágætu lífi í vissum geirum og það getur verið þægilegt að eiga nafnspjaldaplöst til að grípa til.

Japanir afhenda og taka á móti nafnspjöldum af virðingu og ánægjulegt að segja frá því að sú hefð þeirra hefur breiðst út til Vesturlanda.
Við réttum kortið með hægri hendi eða með báðum höndum og horfum í augu þess sem tekur við því. Sama gerum við þegar við veitum nafnspjaldi viðtöku. Tökum á móti því með hægri hendi eða þeim báðum og rennum augunum yfir það sem stendur á kortinu. Það hjálpar okkur líka við að muna nafn þess sem rétti okkur kortið. Passa verður að það sem stendur á kortinu snúi rétt í augum viðtakandans. Nafnspjaldið okkar á að vera ókrumpað, engin óhreinindi, brot né annað. Við hvorki skrifum á nafnspjaldið né troðum því í rassvasann.
Nafnspjöld eru mikilvæg og gera lítið gagn ef við afhendum þau ekki til annarra. Verum ekki feimin við það, en gerum það rétt.

BORÐSIÐIRVIÐSKIPTAMÁLSVERÐIRGJAFABRÉF

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.