Marengsskál með karamellusósu

Marengsskál, Carola, Gúddý, Guðrún Hulda, Marengs, jarðarber, ávextir
Marengsskál með karamellusósu

Marengsskál með karamellusósu

Þegar Guðrún Hulda býður í kaffi þá fæ ég mér oft á diskinn og veltist svo út… Karamellusósan er alveg himnesk og passar með ýmsum tertum og eftirréttum. Þó þessi marengsskál Gúddýar fari seint á lista yfir ofurhollustukaffimeðlæti þá er…. ja… gaman að vera til 🙂

GUÐRÚN HULDA —  MARENGSKARAMELLADUMLE

.

Albert, Gúddý og Carola
Albert og Guðrún Hulda (og Carola í speglinum)

Marengsskál með karamellusósu

Púðursykurmarengs

vel af ferskum ávöxtum (jarðarber, vínber blá og vínber græn) – skorin í bita

Snickers, skorið í litla bita

Þristur, skorinn í litla bita

rjómi – þeyttur

Brytjið marengsinn í skál og bætið þeytta rjómanum yfir. Setjið síðan berin og sælgætið yfir og svona er þetta byggt upp í lōgum,eftir því hvað skálin er stór. Svo má auðvitað nota hugmyndaflugið og setja (bláber, brómber, hindber, súkkulaðirúsínur, Mars súkkulaði og fl.)

Dumle-karmellusósa.

15 Dumle karamellur

1 dl rjómi

Hitið rjóma og karamellur í potti og hrærið í svo ekki brenni við. Berið fram með marengsskálinni.

SJÁ EINNIG: MARENGS — KARAMELLA

Marengsskál Gúddýar
Marengsskál með karamellusósu

.

— MARENGSSKÁL MEÐ KARAMELLUSÓSU —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.