Sítrónu linguine

Linguine

Sítrónu linguine. Það má auðvitað nota spaghetti eða annað pasta í þennan rétt. Hann er fljótlegur og góður. Ég setti safa úr heilli sítrónu og það varð aðeins of mikið af því góða.

Sítrónu linguine

1 pk linguine

1 dl ólífuolía

1 dl saxaður blaðlaukur

3 hvítlauksrif, söxuð smátt

börkur af einni sítrónu

3-4 msk ferskur sítrónusafi

1/4 b rifinn Parmesan ostur

chili, salt og pipar

Sjóðið linguine samkvæmt leiðbeiningum. Setjið olíuna á pönnu og steikið blaðlauk við lágan hita í nokkrar mínútur. Bætið við hvítlauk, sítrónuberki og sítrónusafa ásamt kryddi. Hellið pastanu á sigti, skolið eldsnökkt og setjið síðan á pönnuna og blandið saman.

Stráið parmesan ostinum yfir og borðið með hvítlauksbrauði

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *