Einhverfa – einkenni breyttust með breyttu mataræði

Einhverfa - einkenni breyttust með breyttu mataræði MATUR
Einhverfa – einkenni breyttust með breyttu mataræði

Einhverfa – einkenni breyttust með breyttu mataræði

Kæru vinir! Mér langar að deila stuttu með ykkur. Ég á þrjú börn og í byrjun þessa árs ákvað ég og maðurinn minn að gerast vegan. Við sáum að við vorum tilbúin til að opna augu okkar fyrir grimmdinni í kringum okkur en líka fyrir heilsu okkar. Við eigum samsagt þrjú börn saman og elsti sonur okkar er með dæmigerða einhverfu. Hann hefur verið að berjast lengi vel við magavandamál, stíflur, verki sem svo leiðast út í kvíða og klósettferðirnar frekar kvöl en eitthvað annað. Plús það að hann var lystalaus og átti hrikalega erfitt með að borða og gat það tekið hann marga klukkutíma að ljúka einni máltíð. En tímarnir hafa breyst. Hann hefur núna verið vegan í næstum hálft ár og þvílíkar breytingar. Hann er hættur á öllum magalyfjum, engin stífla, engir verkir, klósettferðirnar eru bara normal thing og lystin er dásamleg. Hann borðar mikið og vel og líður eftir því. Mér finnst þetta bara svo dásamlegt að mig langaði að deila þessu ykkur.*

*færsla af facebook

Matur hefur áhrif á okkur – endilega látið fólk vita af þessu

Sjá fleiri færslur: MATUR LÆKNAR 

— EINHVERFA BREYTTIST MEÐ NÝJU MATARÆÐI —

☺️

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.