Hlaðborð

Hlaðborð

Hlaðborð. Kosturinn við að fara á hlaðborð er að þá getum við bragðað á fjölmörgum tegundum, mat sem við mundum kannski annars ekki smakka á. Ekki er girnilegt að blanda öllu saman sem er á hlaðborðinu á diskinn og setja svo vel af sósu yfir…

Á hlaðborðum förum við margar ferðir og fáum okkur lítið í einu og erum lengi að borða. Byrjum á forréttinum síðan aðalréttinum og loks eftirréttinum. Það er í góðu lagi að fara tvisvar til að fá sér forrétt og þess vegna þrisvar í aðalréttinn. Það er bæði snyrtilegra og minnkar líkur á biðröðum við borðið. Við fáum okkur alltaf nýjan disk og skiljum þann óhreina eftir á borðinu. Þjónninn tekur hann á meðan við sækjum okkur meira.
Hvort tveggja tíðkast að við tökum ný hnífapör eða notum okkar aftur og aftur. Ef við tökum ný, þá leggjum við hnífapörin saman á diskinum til merkis um það að við séum hætt.
Ef við notum hnífapörin aftur þá leggum við þau til hliðar við diskinn þegar við förum næstu ferð að hlaðborðinu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *