Hlaðborð – hvernig á að bera sig að, hvað má og hvað má ekki

Hlaðborð - hvernig á að bera sig að, hvað má og hvað má ekki borðsiðir veisla mannasiðir kurteisi etiquette
Hlaðborð – hvernig á að bera sig að, hvað má ekki

Hlaðborð – hvernig á að bera sig að, hvað má og hvað má ekki

Kosturinn við að fara á hlaðborð er að þá getum við bragðað á fjölmörgum tegundum, mat sem við mundum kannski annars ekki smakka á. Ekki er girnilegt að blanda öllu saman sem er á hlaðborðinu á diskinn og setja svo vel af sósu yfir…

Á hlaðborðum förum við margar ferðir og fáum okkur lítið í einu og erum lengi að borða. Byrjum á forréttinum síðan aðalréttinum og loks eftirréttinum. Það er í góðu lagi að fara tvisvar til að fá sér forrétt og þess vegna þrisvar í aðalréttinn. Það er bæði snyrtilegra og minnkar líkur á biðröðum við borðið. Við fáum okkur alltaf nýjan disk og skiljum þann óhreina eftir á borðinu. Þjónninn tekur hann á meðan við sækjum okkur meira.

Það þarf ekkert að borða „fyrir allan peninginn”, borða á sig gat þannig að þurfi að hneppa frá eða þannig að fólk standi á blístri. Betra er að fara oftar, taka minna í einu og njóta. Alls ekki hrúga þannig á diskinn að þjónninn fari með matinn hálfétinn í eldhúsið og endar hann í ruslinu. Já og alls ekki svelta sig allan daginn áður en hlaðborðið byrjar. Það er aldrei gaman að mæta aðframkominn af hungri hvorki í hlaðborð né annað.

Hvort tveggja tíðkast að við tökum ný hnífapör eða notum okkar aftur og aftur. Ef við tökum ný, þá leggjum við hnífapörin saman á diskinum til merkis um það að við séum hætt.
Ef við notum hnífapörin aftur þá leggum við þau til hliðar við diskinn þegar við förum næstu ferð að hlaðborðinu.

HLAÐBORÐVEISLUR

.

Borðsiðir kurteisi tímaritið Dvöl
Árið 1906 birtist greinin hér að ofan í tímaritinu Dvöl

 

Við borðhald er að ýmsu að hyggja, ekki bara hvernig við höldum á hnífapörunum og rauðvínsglasinu. Hér eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga.

  • Ætli maður sé ekki búinn að heyra það frá blautu barnsbeini að troða ekki of miklu upp í sig og alls ekki tala með fullan munninn….
  • Stundum erum við svo ótrúlega sjálfstæð og viljum gera allt sjálf, meðal annars að teygja okkur yfir fólk sem er að borða, frekar en biðja um að rétta.
  • Konur muna eftir að taka litlu dömuveskin sín með sér, alls ekki þessi stóru
  • Símar í matarboði eða á matarborði – NEI TAKK
  • Góðir þjónar eru með augu á hverjum fingri og auðvelt er að ná sambandi við þá með því að rétta upp höndina til hálfs eða segja: Fyrirgefðu! Smellum ekki fingrum, það er hrokafullt og plebbalegt. Það þarf heldur ekki að banka í bakið á þjóninum og gjamma á hann þegar hann er að tala við aðra gesti.
  • Eins frjálsleg og opin við erum öllu jafna þá er sumt sem við sleppum að tala um í matarboðum: Sjálfan sig tímunum saman en verstar eru sjúkdómasögur.
  • Það er ágætt að hafa í huga að ýta stólnum að borðinu ef við þurfum að bregða okkur frá og líka í lok máltíðar.
  • Sumum útlendingum (lesist:þjóðverjum) finnst Íslendingar sjúga upp í nefið í tíma og ótíma. Þeim sjálfum finnst bara sjálfsagt og eðlilegt að snýta sér hressilega í matarboði. Það sem á góðri íslensku er kölluð Hreppstjórasnýta.
  • Við hvorki hrærum saman matnum okkar á disknum né stöppum.
    Látum vera að fikta í hárinu á meðan á borðhaldi stendur.
  • Höfum hemil á drykkjunni. Þó hóflega drukkið vín gleðji mannsins hjarta, eins og þar stendur, er ölvað fólk er aldrei skemmtilegt, aldrei.
  • Spjöllum við gestina í kringum okkur, ekki bara einn. Leyfum öðrum gestum að taka þátt í umræðum og hvetjum til þess með spurningum.
  • Það er mesti óþarfi að skála í tíma og ótíma, ágætt að skála tvisvar í boðinu.
  • Það er bæði fallegra og líka betra fyrir þjónana ef við setjum glasið niður á sama stað eftir að hafa dreypt á.
  • Við ýtum ekki diskinum frá okkur þegar við höfum lokið við að borða (markmiðið er að allt líti út eins og þegar við komum að borðinu, eða eins og hægt er, en ekki eins og hænsn hafi komist upp á borðið).
  • .

  • HLAÐBORÐVEISLUR

    .

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.