Portúgalskur saltfiskur – Gomes de Sá

Saltfiskréttur frá Portugal

Portúgalskur saltfiskur – Gomes de Sá. Saltfiskur er mjög vinsæll í Portúgal og eflaust óteljandi uppskriftir til og útgáfur af Gomes de Sá. Mjög góður fiskréttur sem mæla má með 🙂

Portúgalskur saltfiskur – Gomes de Sá

1 kg saltfiskur, útvatnaður

2 kg kartöflur

2 b mjólk

3 laukar

1/2 b ólívuolía

3-4 hvítlauksrif, marin

Pipar (salt ef þarf)

4 harðsoðin egg

20 svartar ólífur

steinselja

Sjóðið fiskinn í mjólkinni og látið kólna í soðinu. Sjóðið kartöflurnar, flysjið þær og skerið í bita. Takið fiskinn í sundur með fingrunum ( ekki of fínt) og blandið saman við kartöflurnar og setjið í eldfast form. Skerið laukinn í tvennt og síðan í sneiðar, steikið hann í hluta af olíunni. Bætið hvítlauk saman við og restinni af olíunni og látið malla í nokkrar mínútur. Setjið yfir fiskinn. Bakið í 40 mín við 150°C. Skerið eggin í tvennt og setjið yfir ásamt ólífum og steinselju áður en borið er á borð.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *