Sest til borðs – Setið við borð

Servíetturnar í kjöltuna Sest til borðs - hnífapör servíetta símar sími Setið við borð borðsiðir veisla kurteisi mannasiðir etiquette matur
Sest til borðs – Setið við borð

Sest til borðs – Setið við borð.  Litlu atriðin geta líka skipt máli – en gott að vita.

  • Sé boðinn fordrykkur áður en sest er til borðs tökum við ekki fordrykkjarglasið með okkur að matarborðinu heldur skiljum það eftir þar sem fordrykkurinn var borinn fram.
  • Það er ágætt að klára ekki alveg úr glasinu, getur verið vandræðalegt að standa með tómt glas þegar kemur að því að skála. Þetta á bæði við um koktelboð, fordrykk og á meðan á borðhaldi stendur.
  • Hengjum yfirhafnir í fatahengi en höfum ekki á stólbökunum.
  • Konur koma veskjum sínum fyrir þannig lítið fari fyrir þeim. Í gamla daga var ætlast til að þau væru í kjöltunni (og urðu þá að vera fyrirferðarlítil), en hægt er að fá króka til að setja á borðið, t.d. á veitingastað. Þetta er smekksatriði, en í heimahúsi getur verið þægilegast að geyma veskið á tilteknum stað meðan matast er.
  • Stöndum fyrir aftan stólinn þar til gestgjafar bjóða okkur að setjast.
  • Þegar við erum sest, tökum við servíettuna fljótlega úr brotunum og leggjum hana tvöfalda í kjöltuna. Ef við erum á veitingastað er ágætt að vera búinn að því áður en þjónninn kemur með matinn.
  • Til fyrirmyndar þykir og fallegt að sitja beinn á stólnum, en áreynslulaust með lausar axlir og án þess að stífna upp. Höllum okkur hvorki fram né aftur, látum stólinn aldrei sitja aðeins á aftari fótunum.
  • Höfum olnbogana ekki uppi á borði, þannig kemst sá sem þjónar ekki að til að hella í glös eða taka diska.
  • Við færum ekki munninn að diskinum þegar við borðum heldur færum matinn upp að munninum.
  • Við skreytum ekki borðið með símunum okkar eða öðru (slökkvum eða stillum a.m.k. á titrara og ef við þurfum í neyð að svara símtali, biðjumst við afsökunar og förum fram til að tala).
  • Þegar við höfum lokið við að borða leggjum við hnífapörin saman, það er merki til þjónustufólksins um að við séum hætt að borða.

FLEIRI BORÐSIÐAFÆRSLUR

— SEST TIL BORÐS — SETIÐ VIÐ BORÐ —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.