Hindberjaterta með vanillukremi

Hindberjaterta með vanillukremi

Hindberjaterta með vanillukremi. Fátt gleður meira en góðar og fallegar tertur. Þessi hrópar á mann og óskar eftir því að verða borðuð af áfergju 🙂

Hindberjaterta með vanillukremi

botn

5 eggjahvítur

1/2 b sykur

1 b möndlumjöl

1/2 tsk lyftiduft

smá salt

1 tsk edik

Stífþeytið eggjahvítur og sykur. Bætið við möndlumjöli, lyftidufti, salti og ediki. Bakið í kringóttu, lausbotna formi (ekki of stóru) í um 30 mín við 160°C

 

Vanillukrem

5 eggjarauður

1/2 b sykur

1,5 dl rjómi

1 msk vanilluextrakt

250 g lint smjör

Setjið eggjarauður, sykur, rjóma og vanillu í pott og sjóðið í nokkrar mínútur. Hrærið stöðugt í svo ekki brenni. Takið pottinn af eldavélinni, bætið smjörinu við og þeytið vel saman við. Látið kólna.

 

Ofan á

2 b hindber

1 pk Jello (rautt)

 

Tertan sett saman

Færið botninn á tertudisk og látið hringinn af kökuforminu utan um hann.

Smyrjið vanillukreminu á botninn og raðið hindberjunum þar ofan á.

Leysið Jello upp í heitu vatni (ég notað 2/3 af vatninu sem var gefið upp á pakkanum), látið það kólna að mestu og hellið yfir ávextina. Passið að hlaupið stífni ekki áður en því er hellt yfir. Kælið.

Hindberjaterta með vanillukremi

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *