Freyðivínshlaup

Freyðivínshlaup

Freyðivínshlaup. Margir eru í vandræðum með eftirrétt um áramótin og vilja gjarnan prófa eitthvað nýtt. Freyðivínshlaup er afar hátíðlegt en minna má á að það er áfengt. Hér er það í staupum en einnig má setja það í eina skál og bera fram með öðrum eftirréttum, svona til að gefa fólki að bragða á. Ástæðan fyrir valinu á Jacob´s Greek í hlaupið er bæði vegna þess að það er fallegt á litinn og bragðgott.

Litaðan sykur má útbúa deginum áður með því að setja eina tsk. af sykri í litlar skálar (fer eftir fjölda lita) og bæta við einum til tveimur dropum af matarlit saman við og hræra vel saman. Þetta er síðan látið standa og þorna yfir nótt. Til að setja sykurinn á brúnirnar á glösunum er ágætt að nudda sítrónu á barminn og hvolfa síðan glösunum ofan í sykurinn.

Freyðivínshlaup

1 flaska Jacob´s Greek freyðivín (við stofuhita)

7 matarlímsblöð

1/2 b sykur

Litaður sykur til skrauts

Setjið 1 1/2 b af freyðivíni í glerskál og bætið sykri við. Bleytið matarlímið í köldu vatni, setjið í skálina og bræðið í vatnsbaði. Hellið restinni af freyðivíninu í skál og blandið matarlímsblöndunni saman við, hrærið vel saman og hellið í staup eða fallegar skálar. Geymið í ísskáp.

jacobs-creek-sparkling-rose

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.