Súrsaður rauðlaukur – alveg ótrúlega góður

Súrsaður rauðlaukur er alveg ótrúlega góður og svo er frekar einfalt að útbúa hann. Á Borðinu við Ægisíðu fengum við grafna gæsabringu og krækiberjasultu sem ásamt súrsaða rauðlauknum var sett á niðurskorið snittubrauð og úr urðu þessar fallegu snittur.

Súrsaður rauðlaukur

1 stór rauðlaukur

1/2 b borðedik

1 b vatn

2 msk sykur

1 tsk salt

smá pipar

Skerið rauðlaukinn í tvennt og síðan í sneiðar. Setjið hann í hreina glerkrukku. Setjið edik, vatn, salt og pipar í pott og hitið upp að suðu. Slökkvið undir og látið standa í ca 5 mín. Hellið yfir laukinn og lokið. Geymið í ísskáp í nokkra daga. Þá er tilbúinn súrsaður rauðlaukur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *