Appelsínu- og súkkulaðiformkaka

Appelsínu- og súkkulaðiformkaka signý sæmundsdóttir appelsínukaka formkaka
Appelsínu- og súkkulaðiformkaka

Appelsínu- og súkkulaðiformkaka

Signý Sæmundsdóttir bauð í brunch þar var meðal annars ljúffeng baka og þessi formkaka. Fjölmargt annað var á boðstólnum eins og dýrindis ostar, nýbakað brauð, ferskar mjúkar döðlur og rækjusalat. Og ylmandi kaffi ásamt fersku blávatni. Ekki skemmdu skemmtilegar samræður og draumahugleiðngar gestanna fyrir góðri samveru. „Mér finnst gaman að baka formkökur því þær eru tiltölulega einfaldar að gera og skera !!!! Svo finnst mér gaman að hafa sítrus ávexti í kökum og nota í þetta sinni appelsínu.”

SIGNÝ SÆMAPPELSÍNURSÚKKULAÐITERTABRUNCHGRAND MARNIER

.

Appelsínu- og súkkulaðiformkaka grand marnier formkaka appelsínur
Signý með appelsínu- og súkkulaðiformkaka

Appelsínu- og súkkulaðiformkaka

125 g smjör við stofuhita
100 g sykur
3 egg
1 tsk lyftiduft
150 g hveiti
safi af hálfri appelsínu
rifinn börkur af hálfri appelsínu
smá salt
90 gr saxað dökkt gott 70 % súkkulaði

Hrærið vel saman smjör og sykur, bætið við eggjunum og síðan þurrefnunum, appelsínu og súkkulaði saman við. Setjið í form og bakið í 40 mín við 180°C.

Ofan á:

2 msk smjör
3 msk flórsykur
safi úr 1/2 appelsínu
1-2 msk Grand Marnier

Setjið allt í pott, látið suðuna koma upp og slökkvið þá undir.

Hellið yfir kökuna þegar hún er farin að kólna.

SJÁ EINNIG: #2017Gestabloggari1/52

Appelsínu- og súkkulaðiformkaka signý Albert
Albert og Signý
Appelsínu- og súkkulaðiformkaka
Appelsínu- og súkkulaðiformkaka

.

SIGNÝ SÆMAPPELSÍNURSÚKKULAÐITERTABRUNCHGRAND MARNIER

— APPELSÍNU- OG SÚKKULAÐIFORMKAKA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.