Lauk-, sveppa- og beikonbaka

Lauk-, sveppa- og beikonbaka.  Áskorun síðasta árs var að birta borðsiðafærslur í hverri viku allt árið. Það gekk eftir og vakti lukku. Áskorun ársins er að fá amk 30 gestabloggara til að útbúa góðgæti fyrir síðuna. Signý Sæmundsdóttir söngkona ríður á vaðið. Það er notalegt að heimsækja Signýju og létt yfir henni að vanda. „Þegar Albert bað mig að vera gestgjafi á blogginu sínu vinsæla þá ákvað eg að hafa Brunch thema. Baka passar alltaf á Brunch borðið og þá kom Lauk-, sveppa og beikonbaka upp í hugann. Hún er lystug og góð og gefur góða fyllingu í magann. Með kaffinu var Appelsínu- og súkkulaðiformkaka.

Lauk-, sveppa- og beikonbaka

Deig:

100 g hveiti

70 g smjör

2 msk kalt vatn.

hnoðið saman og setjið í kæli í a.m.k. klukkustund.

Fylling:

einn laukur

200 g sveppir

100 g beikon

1 msk olía

Tamari sósa

Skerið allt frekar smátt og steikið saman í olíu á pönnu. Smá skvetta Tamari sósa sett saman við til að gefa sérstakt bragð.

Eggjahræran:

4 egg

3. msk rjómi

100 g rifinn bragðmikill ostur ( Gouda sterkur, Jarl, Tindur)

smá nautakraftur

Hrærið öllu vel saman.

Fletjið deigið flatt út í eldfast mót og pikkið botninn og forbakið í ofni í 10 min á 175°C . Þá er fyllingin sett saman við og eggjahrærunni helt yfir og ferskur pipar mulinn yfir. Svo eru herrlegheitin bökuð í ca. 35 mín og borin fram með tómötum og gúrku og eplum smátt skornum. Verði ykkur að góðu.

#2017Gestabloggari1/52

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *