Veitingastaðurinn Happ í Borgartúni – endalaust Happ, Happ og húrra!

Happ í Borgartúni lukka pálsdóttir
Happ í Borgartúni

Veitingastaðurinn Happ í Borgartúni – endalaust Happ, Happ og húrra!

Veitingastaðurinn Happ í Borgartúni. Við hrósum happi yfir Happi. Athafnakonan Lukka kallar ekki allt ömmu sína – af eldmóði og með þrautseygju hefur hún náð að opna augu fjölda fólks fyrir því að hollur matur skiptir okkur öllu máli. Með brosi á vör og af sannfæringu segir hún frá áhrifum matarins á líkamann. Við erum jú það sem við borðum og að stórum hluta berum við ábyrgð á eigin heilsu.

Lukka sá um veitingarnar í giftingunni okkar í sumar og var góður rómur gerður af þeim. Þær voru bæði fjölbreyttar, fallegar og góðar. Í vikunni borðuðum við á Happi og borðuðum yfir okkur eins stundum áður. EN það kemur ekki alveg að sök þar sem maturinn er meinhollur.

Af heimasíðunni: Happ hefur það að leiðarljósi að stuðla að auknu heilbrigði. Hver og einn getur lagt sína merkingu í orðið heilbrigði en fyrir okkur þýðir það allt sem stuðlar að auknum lífsgæðum, orku og ánægju. Hollur matur úr hreinu hráefni. Alvöru matur, gerður frá grunni í eldhúsi okkar án aukaefna, bragð- og litarefna. Listaverk úr náttúrunni sem gleður augað jafnt sem bragðlaukana. Góðar stundir með góðum vinum. Gleði og hlátrasköll. Hreyfing. Líkamleg áreynsla. Að yfirstíga hindranir. Hugarró og friður. Samkennd og snerting. Ást og kærleikur.
Allt þetta er heilbrigði. Allt þetta er Happ.

Við hrósum happi yfir Happi og Lukku líka. SJÁ MEIRA HÉR: LUKKA

Snitta á grófu brauði með sætkartöflumús, lambakjöti, spínati og hindberjasósu
Risarækja með dilli og tómatsalsa
Rauðrófur, fetaostur, brómber og pecanhnetur

 

Snitta á súrdeigsbrauði með basilpestó og tómatsalsa
Hnetusteik með brokkolí, bökuðum rauðlauk(uppskriftin er neðst), fersku salati og villisveppasósu
Límónukaka með mascarpone kremi, hinberjasósu og ferskum berjum

Límónukaka með mascarpone kremi, hinberjasósu og ferskum berjum

Albert og Lukka á Happi
Heilsudrykkir á Happi

Myndir: Bragi Bergþórsson

Bakaður rauðlaukur

4 rauðlaukar
4 msk maple sýróp
2 msk olívuolía

Ofn hitaður í 200°
Hýðið tekið af raðlauknum og hann skorin í fjóra báta.
Allt saman sett í skál og blandað saman
Laukurinn settur í eldfast mót og bakaður í ca 15.mín eða þar til hann er orðin fallega gylltur.

— VEITINGASTAÐURINN HAPP Í BORGARTÚNI —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.