Döðlunammi Elvu Óskar – alveg suddalega gott

Döðlunammi Elvu Óskar. „Dóttir mín kenndi mér að gera þetta nammi – í einhverju heilsuátakinu vildum við finna eitthvað gott að maula sem innihélt ekki hvítan sykur og þetta er útkoman – alveg suddalega gott” segir Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona.
Ég var svo ljónheppinn að vera „óvart” staddur í Óperunni þegar aðstendur óperunnar Mannsraddarinnar gerðu sér glaðan dag með ýmsu góðgæti (lesist: #éggerðimérferðþangaðþegarégfréttiaföllukaffimeðlætinu) Óperan Mannsröddin (La Voix Humaine) eftir Francis Poulenc, er byggð á samnefndu leikriti eftir Jean Cocteau. Óperan er ljóðrænn harmleikur í einum þætti sem fjallar um síðasta símtal konu til elskhuga síns sem hefur fundið ástina annars staðar. Aðalpersónan, Elle, er bæði túlkuð af Auði Gunnarsdóttur söngkonu og Elvu Ósk leikkonu í sviðsetningu og leikstjórn Brynhildar Guðjónsdóttur.

Leiðir okkar Elvu Óskar lágu þannig saman að hún las með mér inn á þáttaröð sem ég gerði fyrir rúmum áratug um franska sjómenn sem sóttu sjóinn við Íslandsstrendur.

 

Döðlunammi Elvu Óskar

270 g döðlur

120 g kókosolía

2 msk. kakó

Brætt saman við vægan hita og stappað saman þar til þetta er orðið að mauki.

2 msk. chiafræ

3 dl. blásið Quinoa (fæst í Hagkaup)

smá salt

bætið útí maukið, hrærið saman og fletjið út á bökunarpappír, ca. 1-2 cm. á þykkt

Frystið í minnst 2 tíma – skerið í teninga.

#2017Gestabloggari3/52

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *