Linsubauna og bóghveiti salat – stútfullt af hollustu

Linsubauna og bóghveiti salat – stútfullt af hollustu
Linsubauna og bóghveiti salat – stútfullt af hollustu

Linsubauna og bóghveiti salat – stútfullt af hollustu

Nathalía Druzin Halldórsdóttir söngkona og starfsmaður Íslensku óperunnar var í óðaönn að undirbúa frumsýningu Mannsraddarinnar þegar ég rak inn nefið á dögunum. Auðvitað var hún til í að gefa uppskrift af þessu bragðgóða og holla salati. Aðspurð hvort salatið ætti sér einhverja sögu svaraði hún „Í raun bara þá að auka inntöku á baunum og síðan hef ég alltaf verið mjög hrifin af bóghveitigrjónum þ.a saman er þetta snilld ef maður vill hugsa um heilsuna 🙂
Bóghveiti gefur mikið magnsium í kroppinn”

#2017Gestabloggari4/52

.

Linsubauna og bóghveiti salat – stútfullt af hollustu!

4 dl grænmetissoð

1 dl grænar linsubaunir

1 dl bóghveitigrjón

2 msk ólífuolía

2 laukar

2 stilkar sellerí

3 gulrætur

4 hvítlauksgeirar

Kryddblanda:

1 tsk majoram

1 tsk timian

Rifinn börkur af sítrónu (heil til hálf, fer e. stærð)

Handfylli af ferskri steinselju, söxuð

1 msk malað kummin

1 tsk rauðar chilli flögur

½ tsk malaðar kardemommur

1 egg

Dressing:

5 msk ólífuolía

safi úr einni sítrónu

salt og pipar

Aðferð:
Hitið grænmetissoðið að suðu og setjið linsubaunirnar í pottinn, lækkið hitann og hrærið þar til þær eru mjúkar (15-20 mín). Sigtið, en geymið vökvann. Setjið linsurnar í stóra skál
Sjóðið bókhveitigrjónin þar til þau eru stinn (u.þ.b. 15 mín)

Hitið olíu í þykkbotna potti, saxið laukinn og steikið þar til hann er glær, bætið þá sellerí, gulrótum og hvítlauk og haldið áfram að elda þar til gulrætur verða mjúkar. Hrærið grænmetisblöndunni út í linsurnar.
Blandið kryddblöndunni saman og setjið til hliðar
Hrærið eggið upp í skál og blandið saman við bókhveitigrjónin þegar þau eru tilbúin beint í pottinum og látið eggið setjast í grjónin. Bætið þá vökvanum úr linsubaununum saman við og hrærið saman.
Blandið bóhveitinu og linsubaununum saman og síðan kryddblöndunni út í ásamt salt og pipar eftir smekk.
Setjið dressingu yfir og blandið vel

Berið fram volgt eða kalt

#2017Gestabloggari4/52

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.