Bláberjarúlluterta með marsípani og rommsúkkulaði

Bláberjarúlluterta með marsípani og rommsúkkulaði Björk jónsdóttir rúlluterta súkkulaði bláber
Bláberjarúlluterta með marsípani og rommsúkkulaði

Bláberjarúlluterta með marsípani og rommsúkkulaði.

Björk bauð í síðdegiskaffi á sunnudaginn. Mikið væri gaman ef sunnudagskaffiboð fengju aftur sinn sess í lífi fólks. Það er undurljúft að sitja með góðum vinum og drekka kaffi og spjalla um það sem fólki liggur á hjarta.

Auk þess að vera með bláberjarúllutertuna var boðið upp á marokkóska appelsínutertu, súrdeigsbrauð með ýmsu fjölbreyttu áleggi, salat og ýmislegt fleira. Allt mjög gott og svo voru gestirnir líka óskaplega fínir 😉

BJÖRK JÓNSDBLÁBER  LISTAHÁSKÓLINN

.

Björk jónsdóttir
Björk jónsdóttir söngkona
Bláberjarúlluterta með marsípani og rommsúkkulaði
Bláberjarúlluterta með marsípani og rommsúkkulaði

Bláberjarúlluterta með marsípani og rommsúkkulaði

4 egg

1 eggjarauða

110g sykur

40g hveiti (35 í deigið og 5g í formið)

30g maísmjöl eða kartöflumjöl

salt á hnífsoddi

1 – 1 ½ tsk vanilludropar

Fylling:

2 ½ dl rjómi

4 msk bláberjasulta

70g marsípan, rifið

200g bláber

Ofaná rúlluna:

10 rommkúlur

25g suðusúkkulaði

½ dl rjómi ca.

Hitið ofninn í 220°C.
Setjið bökunarpappír í rúllutertuform, smyrjið hann vel með smjöri og sáldrið síðan smá hveiti yfir bökunarpappírinn.
Þeytið egg og sykur vel saman af krafti í 8-10 mín eða þar til blandan er orðin ljósgul að lit. Sigtið 35g af hveiti og maísmjöl(kartöflumjöl) saman í skál og hrærið saman við eggjablönduna í litlum skömmtum, setjið vanilludropa útí og blandið vel saman.
Hellið blöndunni í rúllutertuformið og jafnið vel út með spaða. Bakið í u.þ.b. 8 mín, stingið prjón í miðju kökuna, ef hann kemur þurr út er kakan tilbúin. Setjið plötuna á grind og látið kólna í 2-3 mín og rennið hnif meðfram öllum köntum til að losa kökuna.
Leggið hreint og rakt viskastykki á borð og hvolfið kökunni á það. Losið bökunarpappírinn varlega frá, rúllið tertunni upp með viskastykkinu inn í og leggið til hliðar.

Þeytið rjómann, blandið bláberjasultu saman við ásamt rifnu marsípani. Rúllið kökunni út og smyrjið rjómanum vel ofan á allan flöt kökunnar með spaða, passið að kakan sé orðin fremur köld svo rjóminn bráðni ekki. Setjið helmingin af bláberjunum ofan á rjómann og rúllið kökunni varlega upp, setjið kökuna á langan disk.

Bræðið rommkúlur, súkkulaði og rjóma í potti og hellið yfir rúllutertuna. Skreytið með restinni af bláberjunum.

#2017Gestabloggari6/52 — — BJÖRK JÓNSDBLÁBER  LISTAHÁSKÓLINN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.