Glæsilegt matarboð Svanhvítar Valgeirsdóttur í Brussel

Glæsilegt matarboð Svanhvítar Valgeirsdóttur BELGÍA SVANA VALGEIRS Brussel Svanhvít Svanhvít Valgeirsdóttir myndlistarkona og förðunarmeistari
Svanhvít Valgeirsdóttir myndlistarkona og förðunarmeistari

Glæsilegt matarboð Svanhvítar Valgeirsdóttur í Brussel

Svanhvít Valgeirsdóttir myndlistarkona og förðunarmeistari býr í Brussel ásamt eiginmanni sínum Peter Rittweger sem vinnur hjá þýska sendiráðinu. þau hafa verið þar í næstum 5 ár og verða þar í 2 ár í viðbót. Vegna atvinnu Peters flytja þau með reglulegu millibili á milli landa. En Svanhvít er með vinnustofu heima hjá sér þar sem hún vinnur að myndlistinni.

„Eitt af því skemmtilegasta við að búa í mismunandi kúltúr er listalífið og matar kúltúrinn. Hér í Belgíu er t.d. mikið um markaði. Bæði antík og matar mörkuðum. Það er bara þáttur í daglega lífinu að fara allavega einu sinni í viku og kaupa fyrir vikuna. Ávexti, grænmeti, osta og fl. Svo kynnumst við fólki frá öllum heimshornum. Ég hreinlega elska að safna að mér uppskriftum frá vinum sem ég kynnist á þessum ferðum mínum. Gaman að segja frá því að eldri sonur okkar hann Daníel ákvað að fara að læra að verða kokkur, hann er að læra á einu flottasta hótelinu í þýskalandi. Hotel Louis C. Jacob.

Þessa kjúklingauppskrift fékk ég í Riga 1995 úr uppskrifta bók sem við gerðum í alþjóðlega kvennaklúbbnum þar. Enn ég er búin að breyta henni, enn grunnurinn er úr bókinni. Ég geri þetta frekar oft þegar mér finnst eitthvað gott enn það vantar eitthvað.

Þetta átti upphaflega sl. laugardag ekki að vera matarboð heldur voru hérna í heimsókn vinir okkar frá Noregi sem eru nýflutt héðan enn komu hingað til að fara á þorrablót Íslendinga í Brussel kvöldinu áður. Við ætluðum bara að panta pizzu og hittast enn svo bættist alltaf fólk við og ákváðum við að gera eitthvað spontant og skemmtilegt úr þessu og vorum allt í einu orðin 12. Ég ákvað að elda þennann rétt af því að þetta er svo ekta “comfort food” sem hentar svo vel á vetrarmánuðum. Vinur okkar hann Angantýr ákvað a útbúa glæsilegan og bragðgóðan forrétt og Geir og Auður komu með ostabakka. Það var mikið hlegið og borðað þetta kvöld og fyrir mér er það compliment þegar fólk leggst á meltuna á sófann á eftir 🙂 meðan aðrir enda í eldhúspartýi.”

#2017Gestabloggari8/52SVANHVÍT VALGEIRSDKJÚKLINGURBRUSSEL

Myndir Peter Rittweger

Svanakjúklingur Svanhvítar
Svanakjúklingur Svanhvítar

Svanakjúklingur Svanhvítar – fyrir 4

4 kjúklingabringur
1 bolli hveiti
4 msk chili duft
2 msk papriku duft
salt og pipar eftir smekk. Ég nota frekar lítið
1 bolli smjör
1 bolli ristaðar möndluflögur
1 1⁄2 bolli kjúklingakraftur
1 bolli rjómi eða kókosmjólk
1 bolli ferskjusafi (úr dósinni af ferskjunum )
1⁄2 bolli sojasósa
feskjur úr dós rifinn mildur ostur

Skera bringurnar í litla teninga. Blanda saman hveiti, childufti, paprikuduftii, salti og pipar í skál og velta kjúklinga bitunum upp úr því. Setja í eldfast mót og strá möndlunum yfir. Steikja á pönnu upp úr smjörinu í ca 10 mín. Rista möndlurnar upp úr restinni á smjörinu. bæta við smjöri ef vantar. Blanda saman kjúklinga kraftinum (1 1⁄2 bolli heitt vatn og tening af krafti), ferskjusafa, soja sósu og rjóma. Og hella yfir kjúklinginn. Elda inn í ofni á 200°C hita í 40 mín. Raða þá hálfum ferskjum ofaná og rifna ostinum. Baka í ca 10 mín.

Ég ber þennann rétt yfirleitt fram með hrísgrjónum fersku salati og baquette brauði.

Salat sósa: 1⁄2 bolli ólivíu olía 1 tsk Dijon sinnep safi úr einni sítrónu 1⁄2 hvítlaukur hakkaður ( má vera minna enn ég borða hvítlauk eins og popp . Úpps !!!) 1 búnt ferskt kórander salt og pipar.

Grænn aspas vafinn í hráskinku með Hollandaise sósu
Grænn aspas vafinn í hráskinku með Hollandaise sósu
Grænn aspas vafinn í hráskinku með Hollandaise sósu
Grænn aspas vafinn í hráskinku með Hollandaise sósu

Grænn aspas vafinn í hráskinku með Hollandaise sósu – fyrir 4

12 stk stór grænn ferskur aspas
8 sneiðar parmaskinka (hráskinka)
rifinn parmesan ostur
svartur malaður pipar
ólífuolía

Hollandaise-sósa

5 egg
250 g smjör
2 msk vatn
sítrónusafi
salt, hvítur pipar, cayenne pipar

Brjótið eggin og setjið í ílát sem þolir hita. Pískið vatninu saman við. Setjið nú ílátið með eggjunum í vatnsbað og hitið varlega. Pískið allan tímann og fylgist vel með hitanum. Vatnið undir á að hitna upp að suðu en alls ekki að bullsjóða. Gott er að hafa ekki mjög mikið vatn í pottinum undir. Það er hægt að fylgjast með hitanum með því að stinga puttanum ofan í eggjablönduna – hún á ekki að vera það heit að það sé ekki hægt. Smám saman fara eggin að þykkna. Pískið áfram og bætið smjörinu smám saman út í. Það er ágætt að hafa það ekki of kalt og vera búinn að skera í teninga. Pískið á meðan smjörið bráðnar. Þegar allt smjör er komið saman við þarf að halda áfram að píska þar til að sósan þykknar. Það er vatn í smjörinu og eftir því sem að það gufar upp og eggin hitna þykknar sósan.
Þegar sósan er að verða þokkalega þykk er sítrónusafanum bætt út í. Það þarf safa úr allt að hálfri sítrónu en ekki setja allan í einu. Setjið hann smám saman og bragðið á milli. Saltið sósuna og kryddið með smá hvitum pipar eða cayennepip¬ar.

Sjóðið aspasinn í 8-10 mínútur, að því loknu takið aspasinn úr vatninu og leggið þrjá saman ofan á tvær hráskinku sneiðar, hellið smá ólífuolíu yfir og piprið. Vefjið hráskinkunni utan um aspasinn. Grillið í 4-5 mín.

Setjið eina kippu á hvern forréttadisk, stráið parmesan osti yfir og hollandaise sósu yfir.

Einfaldur og fljótlegur desert
Einfaldur og fljótlegur desert

Einfaldur og fljótlegur desert

Speculoos kex. (Krydd kex sem er Belgískt og Hollenskt. Ég held að þetta fáist á íslandi)
15 gr Speculoos kex
250 gr Mascarpone
sterkt kaffi
2 eggjarauður
50 gr flórsykur
2 msk Amaretto
kakó duft eða kex mylsna fyrir efsta lagið

þeyta eggja rauður, amaretto og flórsykur saman.
Bæta Mascarpone varlega við með sleif.
Bleyta kexið upp úr kaffi og setja það í botnin og svo kremið ofan á og endurtaka svo kex og krem. Mér finnst best að setja kexmylsnu efst og skreyta svo diskana með kakó dufti . Flórsykri og fersku ávöxtum.

Þórunn, Ingunn, Hera Björk og Guðrún
Þórunn, Ingunn, Hera Björk og Guðrún
Peter, Egill Þorri, Geir, Björgúlfur og Angantýr
Peter, Egill Þorri, Geir, Björgúlfur og Angantýr

T.v. Ingrid. T.h. Auður Ýr, Guðrún og Ingunn

Gestir Svanhvítar og Peters: Angantýr Einarsson, Auður Ýr Steinarsdóttir, Björgúlfur Björgúlfsson, Egill Þorri Steingrímsson, Geir þórhallsson, Guðrún Pétursdóttir, Hera Björk Þórhallsdóttir, Ingrid Vigerust, Ingunn Ásgeirsdóttir og Þórunn Ragnarsdóttir

Willi og Eva Tekhat frá Lettlandi
Willi og Eva Tekhat. Willi og Eva Tekhat frá Lettlandi. Það hefur verið mikið um gestagang hér í Brussel. Dæmi um það er að daginn eftir matarboðið fengum við óvænta heimsókn frá vinum okkar frá þýskalandi sem við höfum ekki hitt í 17 ár sem við kynntumst í Riga. Og þá einmitt skelltum við okkur á markaðinn og keyptum osta og kampavín og áttum yndislegan sunnudag.

Svanakjúklingur Svanhvítar
Svanakjúklingur Svanhvítar

.

#2017Gestabloggari8/52SVANHVÍT VALGEIRSDKJÚKLINGURBRUSSEL

— MATARBOÐ SVANHVÍTAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.