Sólon í Bankastæti – stórfínn matur á fallegum stað á besta stað

Sólon í Bankastæti - stórfínn matur á fallegum stað og á besta stað.
Sólon í Bankastæti – stórfínn matur á fallegum stað og á besta stað.

Sólon í Bankastæti – stórfínn matur á fallegum stað og á besta stað.

Það er ekki tilviljun að Sólon hefur öðlast fastan sess í veitingahúsaflóru borgarinnar. Í fyrsta lagi er staðsetningin ein sú besta, húsakynnin virðuleg með glæsilegum gluggum og lofti, innréttingarnar smekklegar og fallegar, ekkert yfirdrifið, bara nýtískulegt og smekklegt. Á stóra veggnum hangir Torfan, listaverk eftir Elísabetu Ásberg sem setur töff svip á staðinn.
Segja má að þetta sé millistaður, maturinn á viðráðanlegu verði, léttur en fallega framborinn og ljúffengur, engin „sýnishorn“. Sætin eru þægileg og jafngott að líta inn í hádegi eða að kvöldlagi. Hvarvetna sést út í iðandi mannlífið, sem fylgir okkar góðu erlendu gestum.

Á efri hæðinni er salur þar sem hægt er að halda fundi, fermingar, ráðstefnur, eftirsótt er að halda skólaendurfundi þar.

Ummæli gesta á Tripadvisor eru á einu máli og gaman að sjá hversu margir tala um hvalasteikina, að hún hafi bragðast einstaklega vel og komið á óvart.

Teriyaki nautalund er bragðmikill og safaríkur réttur, með Teriyaki og súrsæt sósu og grænmeti.

 

Sérvaldir sveppir í villisvepparisotto gera það einkar ljúffengt. Þetta er í raun vegan réttur, ekkert kjúklingasoð, heldur eru hrísgrjónin soðin í hvítvíni með salti og pipar, einfalt og gott og seðjandi. Með þessu var stökkt, löðrandi gott hvítlauksbrauð.

 

Eins og víðast hvar nú orðið, er hægt að fá gera hvaða rétt sem er vegan, þó að það sé ekki beinlínis tilgreint á matseðli. Nú stendur hins vegar til að bæta fleiri vegan réttum á seðilinn og fengum við að smakka einn tilraunaréttinn, rauðrófu með blómkáli, sveppir í soði, léttsteiktu salati ofan á, radísum og súrsætri sósu. Það verður gaman að koma og borða vegan rétti einungis!

 

Kjúklingavængirnir voru stökkir og runnu af beinunum, með brakandi salati og sósu. Vængina er bara hægt að borða með höndunum og það er skemmtilega heimilislegt. Volgt vatn með sítrónu er því borið með í skál, sem stundum er kölluð mundlaug, til að bleyta fingurna. Best er að hafa servíettuna tvöfalda og þerra fingurna inni í servíettunni svo að hún verði ekki subbuleg að utan.

 

Hörpuskelin var mjúk og mild á bragðið, rétturinn er einkar litríkur með appelsínum, salati, chilli sósu, Teriyaki og stökku brauði.

Þrír vinsælustu aðalréttirnir á Sólon eru allir fyrir stóra stráka (og stelpur auðvitað líka):

1. Hárrétt eldaður, safaríkur lax með steiktu grænmeti, kartöflum og chili kókos seyði, saffransósu og mangósalsa yfir, algjört listaverk, litfagurt.

 

2. Lambakóróna með kartöflumús, steiktu grænmeti og sveppasósu, eins og skúlptúr, enginn verður svikinn af þessum rétti.

 

3. Hin klassíska nautalund var eins og hún á að vera, rann í munni, með gulrótum, spínati, kartöflum og sveppasósu.(sjá mynd ofar)

Þrjár ískúlur bornar fram með ferskum bláberjum og jarðarberjum. Vel útil látinn eftirréttur og bragðgóður borinn fram á dökkum djúpum diski.

 

Heit súkkulaðiterta sem fékk okkur til að emja með henni var vanilluís, karamellusósa og mulningur yfir. Ég legg ekki meira á ykkur

 

Klassísk góð marengsterta, sökk að utan en mjúk inn í miðjunni með súkkulaðikaramellu oafan á og jarðarberjum. Expressókaffið var súper fínt með

 

Tvo rétti til viðbótar smökkuðum við en láðist að mynda:

Kjúklingasalat er sömuleiðis skemmtilegur og léttur réttur, þar sem beikon og hnetur leika aðalhlutverk.

Sólon special er hamborgari með rauðlauk og camembert, sem er góð tilbreyting. Með þessu voru svokallaðar krullur, spírallaga franskar kartöflur. Á happy hour koma konur sem panta sér stóran skammt af krullum, enda eru þær lostæti, stökkar og mjúkar í senn.

  

Sólon í Bankastæti – stórfínn matur á fallegum stað og á besta stað.
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.