Hverfisgata – veitingahúasagatan í Reykjavík

Hverfisgata – veitingahúasagatan í Reykjavík. Það er ævintýralegt að fylgjast með uppbyggingu Hverfisgötunnar í Reykjavík, við búum í grenndinni og höfum fylgst með Hverfisgötunni breytast úr óspennandi og drungalegri götu yfir í nútímalegt stræti með iðandi mannlíf og fjölmarga veitingastaði og kaffihús. Uppbyggingunni er langt frá því lokið en matarilminn leggur um alla götuna og við hana er eina veitingahús landsins sem státar af Michelin stjörnu, Dill.

Matarferðamennska er hugtak sem flestir kannast við núorðið. Hér opna ný veitingahús svo að segja í hverri viku og ferðamenn á annarri hverri þúfu (og rúmlega það). Það er nú bara þannig að veitingamenn virkja, örva og gleðja skilningavit gesta sinna.

Á dögunum gekk ég Hverfisgötuna og myndaði þau veitinga- og kaffihús sem eru við götuna. Við höfum skrifað um þrjú veitingahúsanna, Mat Bar, Geira Smart og Essensiu og vorum alsælir með þau öll.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *