Hádegisveisla hjá Þuríði Ottesen – humar, bleikja og flauelsbúðingur

Hádegisveisla hjá Þuríði Ottesen - humar, bleikja og flauelsbúðingur. Það er eitthvað svo notalegt að vera boðinn þriggja rétta í hádegismat í hálfkláruðu eldhúsi. Þuríður Ottesen er kona sem kallar ekki allt ömmu sína, hún byggði við húsið sitt og er rétt að koma sér fyrir á nýja staðnum, enn vantaði tengla og bekkjarplatan var ekki uppsett. Vígslan á bakaraofninum fór fram með bleikjunni góðu. Hún er frumkvöðull og athafnakona hin mesta. Margir tengja Þuríði við heilsufyrirtækið Gengur vel. Hádegisveisla sem gefur von um gott vor og enn betra sumar. Verði ykkur að góðu og njótið dagsins

Lesa meira...

Fyrirlestrar um mat, borðsiði og kurteisi

Fyrirlestrar um mat, borðsiði og kurteisi. Frá upphafi síðasta árs hafa á blogginu birst færslur um borðsiði, kurteisi og annað slíkt. Við vinnslu þessara pistla naut ég velvildar fjölmargra sem lásu yfir og gáfu góð ráð. Sjálfur hef ég lært heil óslöp. Síðustu mánuði hef ég farið víða og haldið, mér til mikillar ánægju, fyrirlestra um mat, áhrif matar, borðsiði og kurteisi. Myndirnar eru teknar á fyrirlestri hjá Starfsmannafélagi Hagstofunnar, þar voru líflegar umræður, áhugasamir þátttakendur og gaman.

Lesa meira...

Matwerk á Laugavegi – nýíslensk matreiðsla með léttum fusion snúningi

Matwerk á Laugavegi - nýíslensk matreiðsla með léttum fusion snúningi. Veitingastaðurinn Matwerk er á Laugavegi 96, rétt fyrir neðan gatnamót Laugavegar og Snorrabrautar. Þar er ný-íslensk matreiðsla með laufléttum fusion snúningi í smáréttastíl. Á staðnum er gott úrval af kokteilum, léttvínum og bjór. Þarna er notaleg stemming og falleg list á veggjum, hlýir jarðlitir og viður. Á Matwerki er íslenskt hráefni og þar er unnið með íslenskar hugmyndir og hráefni, eins og steiktur fiskur dagsins (spari,spariútgáfa af heimilisfiski) og skyr með brulée. Yfirmatreiðslumaður á Matwerki er Stefán Hlynur Karlsson og hjá þeim er látlaus og þægileg þjónusta.

Lesa meira...

Bráðskemmtilegt matarboð í Brussel

Bráðskemmtilegt matarboð í Brussel. Það var vor í lofti í Brussel um páskana, gróðurinn farinn að lifna við, fuglarnir í óða önn að undirbúa hreiðrin með tilheyrandi kórsöng og brúnin létt á mannfólkinu mót hækkandi sól.

Þórunn Björnsdóttir og Helga Jónsdóttir búa og starfa í Brussel. Þær eru höfðingjar heim að sækja, glaðværð og glæsileiki haldast í hendur hjá þeim. Ég gaukaði því að Þórunni hvort hún vildi útbúa eins og einn rétt fyrir bloggið - úr varð þetta bráðskemmtilega matarboð þar sem hver rétturinn var öðrum betri.

Lesa meira...

Vorgleði Petrínu Rósar – ala patarí Fransí

Vorgleði Petrínu Rósar. „Það færi best á að kalla þetta vorgleði með skemmtilegu fólki. Þetta eru allt frekar fljótlegar uppskriftir en á móti kemur að ferskleiki hráefnisins skiptir höfuðmáli. Sérsniðinn matseðill fyrir kvennaboð" segir Petrína Rós Karlsdóttir.                   Frá vinstri Hildur Bjarnason, Petrina Rós, Addý /Ásgerður Einarsdóttir, Guðný Margrét Emilsdóttir, Albert Eiríksson og Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir sem tók myndina.

Lesa meira...

Sunnudagsveisla hjá Rannveigu Fríðu

Rannveig Fríða og Arnold Postl

Sunnudagsveisla hjá Rannveigu Fríðu. Það eru gamlar gleðilegar fréttir og nýjar að óperusöngvarar hafa mikinn áhuga á mat, bæði að elda, tala um og borða góðan mat. Óperusöngkonan Rannveig Fríða Bragadóttir hefur búið og starfað í Vínarborg í fjölmörg ár. Rannveig og eiginmaður hennar Arnold Postl bjóða gjarnan börnunum sínum í mat á sunnudögum.

Lesa meira...

Toblerone- og Daimterta – nammiterta allra tíma

Toblerone- og Daimterta. Nammitertur eru nammitertur, það er nú bara þannig. Ef þið eruð í megrun eða eitthvað slíkt þá getið þið bara sleppt því að lesa þessa uppskrift. Þegar mikið stendur til eins og páskar, ferming eða annað slíkt má alveg skella í eina kalóríusprengju og njóta. Þessa tertu þarf ekki að baka en gott er að kæla hana vel áður en hún er borin fram, stórfínt er að útbúa hana deginum áður.

Lesa meira...