Lambahryggur með ólýsanlega góðri himneskri fyllingu

Lambahryggur með ólýsanlega góðri himneskri fyllingu. Gestabloggaraleikurinn heldur áfram. Það er komið að Helgu systurdóttur minni sem á dögunum varð Íslandsmeistari í kjötiðn, það lá því beinast við að fá hana til að elda kjöt (en ekki hvað). Helga úrbeinaði lambahrygginn fimlega og bar sig fagmannlega að þessu öllu. Hryggurinn gjörsamlega bráðnaði í munni og þessi fylling, guð minn góður, hún er himnesk.

#2017Gestabloggari14/52

Lambahryggur með ólýsanlega góðri himneskri fyllingu

1 heill lambahryggur úrbeinaður og við stofuhita

Fylling

1 hvítlauksostur

1/2 rjómapiparostur

3 hvítlauksgeirar

góður slatti af ferskri steinselju

2 dl fetaostur

1-2 dl sólþurrkaðir tómatar

2 msk ristaðar furuhnetur

1 tsk rósmarín

salt og pipar

Setjið allt í matvinnsluvél og maukið. Leggið hrygginn úflattann á borð, setjið lundirnar í miðjuna, ostamaukið yfir og lokið honum með því að binda garn utan um hann. Takið frá u.þ.b. 1/3 af fyllingunni og nokkrar furuhnetur til að setja yfir hrygginn.

 

 

 

 

 

 

Með lambahryggnum var borið fram Campo Viejo Rioja rauðvín sem passaði afar vel við. Það er milt og ósætt

 

Í fatið:

rósmarín

Laukur, blaðlaukur og rauðlaukur

salt og pipar

Setjið rósmarín, lauk, salt og pipar á botninn á eldföstu formi. Hellið yfir 1 dl af vatni. Leggið hrygginn ofan á, kryddið með salti, pipar og rósmarín, setjið restina af fyllingunni yfir og stráið furuhnetunum yfir. Bakið við 125°C í um 2 klst. Hækkið hitann í 180° síðustu mínúturnar.

Ostasósan góða

1 piparostur

1 villisveppaostur

nautakjötkraftur

grænmetiskraftur

salt og pipar

soð af hryggnum

Setjið osta, kraftana og krydd í pott og sjóðið á lágum hita. Bætið soði við. Ef sósan er of þykk má þynna hana með rjóma.  Smakkið til.

Kramdar og bakaðar kartöflur

10 kartöflur soðnar með hýði

1 dl rjómi

1 dl rifinn ostur

Setjið kartöflurnar í form, kremjið þær aðeins niður, hellið rjóma yfir og rifnum osti. Bakið við 8-10 mín. Síðustu mínúturnar sem hryggurinn er í ofninum

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *