Vorgleði Petrínu Rósar – ala patarí Fransí

Vorgleði Petrínu Rósar - franskur matur franskt matarboð ala patarí Fransí Franskt Ferskur aspas með Parma hráskinku matarboð Frakkland a´la patarí fransí Petrina Rós Karlsdóttir Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir. minta mynta melónusalat Hildur Bjarnason, Guðný Margrét Emilsdóttir, Addý /Ásgerður Einarsdóttir, FRANSKUR MATUR
Hildur, Petrína Rós, Ásgerður, Guðný og Albert

Vorgleði Petrínu Rósar

„Það færi best á að kalla þetta vorgleði með skemmtilegu fólki. Þetta eru allt frekar fljótlegar uppskriftir en á móti kemur að ferskleiki hráefnisins skiptir höfuðmáli. Sérsniðinn matseðill fyrir kvennaboð” segir Petrína Rós Karlsdóttir leiðsögumaður, þýðandi og frönskukennari. Mjög flótlega eftir að ég opnaði safnið Fransmenn á Íslandi kom hún með hóp franskra ferðamanna og átti eftir að koma oft – við smullum saman við fyrstu kynni. Petrína reyndist mér afar vel öll árin sem ég stússaðist í kringum fransmennina. Var óþreytandi við að lesa yfir, þýða og benda á fjölmargt sem nýttist á safni sem fékk vaxtaverki fljótlega eftir opnun. Á Gestgjafaárum mínum hélt hún „franskt matarboð” og bauð þangað, eins og núna, nokkrum leiðsögumönnum. Blaðið frá 2002 var dregið fram og skemmtilegar sögur úr boðinu rifjaðar upp.

Í fordrykk bauð Petrína upp á freyðivín með rósrauðum greipsafa (náttúrulegum) og myntu.

#2017Gestabloggari16/52PETRÍNA RÓS —  FRAKKLANDFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR

.

Albert og Petrína Rós
Albert og Petrína Rós
Ferskur aspas með Parma hráskinku
Ferskur aspas með Parma hráskinku

Ferskur aspas með Parma hráskinku

6 toppar af grænum aspas

6 sneiðar af Parmaskinku

Sósa: 1tsk ólífuolía, 1 tsk fljótandi hunang 1tsk. límónusafi, 1 tsk balsamikedik

Setjið aspasinn í sjóðandi vatn og látið sjóða 8-15 mín eftir stærð. (Skerið hvíta og bragðlausa hlutann af). Eftir suðu, setjið í kalt vatn til að stöðva suðuna og þurrrkið síðan vel. Vefjið skinkunni utan um aspasinn og setjið í skeið. Geymið í ískáp þar til borið fram. Dýfið í sósuna þegar borið er fram eftir smekk!

Rauðrófutartare mozzarella
Rauðrófutartare

Rauðrófutartare

4-5 rauðrófur soðnar (hægt að nota rauðbeður í sneiðum úr krukku)

100 g mozzarellaostur

50g kasjúhnetur, muldar í mortél

Steinselja

Salatsósa: Balsamikedik, ólífuolía, rifinn börkur af 1 sítrónu

Rauðrófur soðnar 20 mín, látnar kólna. Skornar í þunnar sneiðar. Raðað á disk. Mozzarella osturinn skorinn í bita og sett ofan á . Hnetur muldar og bætt ofan á. Steinselja eftir smekk. Salatsósu hellt ofan á.

Grænt salat Klettasalat, Aspas (soðinn), kirsuberjatómatar, baunaspírur
Grænt salat Klettasalat, Aspas (soðinn), kirsuberjatómatar, baunaspírur

Grænt salat Klettasalat, Aspas (soðinn), kirsuberjatómatar, baunaspírur

Sósa: Ólífuolía og balsamikedik, fljótandi hunang.

Salade Gaie/ Hýrt salat 1 vatnsmelóna skorin í bita, fersk myntulauf
Salade Gaie/ Hýrt salat

Salade Gaie/ Hýrt salat

1 vatnsmelóna skorin í bita, fersk myntulauf

Terrine de Corsica Kjötréttur innblásinn frá Korsíka, notað folaldakjöt kálfakjöt
Terrine de Corsica

Terrine de Corsica

Kjötréttur innblásinn frá Korsíku, notað folaldakjöt beint frá býli í stað kálfakjöts.
Folaldakjöt, ólífur, pancetta (reykt þurrt hrátt beikon)* fæst í Pólsku búðinni

Undirbúningur 30 mín. Eldunartími: 2,5 – 3 klst fyrir 6-8

2 msk ólífuolía

1 kg folaldagúllas, skorið í 4 sm bita.

200g pancetta flesk )1 sm bitar

1 stórlaukur, fínt skorinn,

3 vorlaukar (klippt í litla bita)

3-4 hvítlauksgeirar (kreistir)

2 msk anís stjörnur (muldar í mortéli) eða fennelduft

2 msk af Paprikudufti (sæt/mild paprika)

1 dl pastís eða anís áfengi.

2,5 dl þurrt hvítvín

2 bufftómatar skornir í 4 sm bita

400 g maukaðir tómatar

4-5 dl kalt vatn

2 stórir fennel skornir í 3 sm sneiðar.

2 lárviðarlauf

100 g steinalausar olífur

salt, svartur pipar

Paprikusósa:

2-3 rauðar paprikur

2-3 gular paprikur

50 g af ferskri myntu

50 g af ferskum koríander

1-2 hvítlauksgeirar (kramdir)

2 msk balsamik edik

2 msk olífuolía

½ tsk agave síróp.

Steikið kjötið á stórri pönnu, piprið og saltið, brúnið í 5 mínútur. Takið af pönnunni og setjið í ílát. Lækkið hitann, setjið 1 msk af olífuolíunni, steikið í 8-10 mín pancetta beikonið, laukinn og hvítlaukinn þar til orðið smábrúnað og mjúkt. Bætið útí anísnum og paprikuduftinu, hækkið hitann, bætið síðan útí pastís/pernod*/ anísdrykknum og látið sjóða í 2-3 mín.
Bætið síðan út í stóran pott: kjöti, tómötum, fennel, lárviðarlaufi, salti, vel af svörtum pipar. Bætið út í köldu vatni 3-4 dl. Til að hylja kjötið, síðan maukuðum tómötum. Látið malla við miðlungshita í 1,5 -2 klst. Með lokið yfir. Þá er lokið tekið af og hitinn hækkaður og olífum bætt útí látið sjóða svona 20-30 mín til að þykkja sósuna.
Á meðan er sósan gerð:
Skerið rauðu og gulu paprikur í tvennt og grillið í ofni (200°C) setjið í heitan ofn. Látið kólna í plastpoka. Þegar það er búið, flettið hýð af og klippið í þunnar ræmur.
Setjið hráfefni í skál og hrærið öllu saman. Setjið sósuna með skeið ofan á heitan réttinn.
Berið fram með góðu brauði eða pasta. Súrdeigsbrauði hér.

 

Með fyrstu réttunum bauð Petrína upp á létt hvítvín La Baume les Maries sem er meðalfyllt og ósætt. Með aðalréttinum var La Baume la Jeunesse rúbínrautt rauðvín sem er berjaríkt og með ferskri sýru.

Crème de cocos - mangókókos minta
Crème de cocos – mangókókos

Crème de cocos – mangókókos

4 mangó lítil (2 stór)

4 dl af kókosmjólk

Fersk mynta

Flysjið hýðið af mangóinu, skerið í bita, setjið í matvinnsluvél og blanda saman kókosmjólk og mangó þar til er orðin þykk. Hellið í litlar skálar og kælið í a.m.k. 1 klst. Skreytið með myntulaufi og berið fram kalt.

 

Jarðarber

Móheiður, Hildur og Petrína
Gestgjafi: Petrina Rós Karlsdóttir matgæðingur sem hefur verið með matreiðslunámskeið um árabil. Gestir: Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir, skáld, heimspekingur, þýðandi og leiðsögukona dóttir mín sem hjálpaði mér og sá um útlit og skreytingu. Hildur Bjarnason, leiðsögukona með meiru. Guðný Margrét Emilsdóttir, leiðsögukona og Addý /Ásgerður Einarsdóttir, leiðsögukona með Allt er hægt. Flestar frönskumælandi leiðsögukonur utan ein sem er ítölskumælandi.
Gestgjafi: Petrina Rós Karlsdóttir matgæðingur sem hefur verið með matreiðslunámskeið um árabil. Gestir: Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir, skáld, heimspekingur, þýðandi og leiðsögukona dóttir mín sem hjálpaði mér og sá um útlit og skreytingu. Hildur Bjarnason, leiðsögukona með meiru. Guðný Margrét Emilsdóttir, leiðsögukona og Addý /Ásgerður Einarsdóttir, leiðsögukona með Allt er hægt. Flestar frönskumælandi leiðsögukonur utan ein sem er ítölskumælandi.

#2017Gestabloggari16/52PETRÍNA RÓS —  FRAKKLANDFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR

— VORGLEÐI PETRÍNU RÓSAR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.