Hádegisveisla hjá Þuríði Ottesen – humar, bleikja og flauelsbúðingur

Þuríður Ottesen, matarboð, fiskur Hádegisveisla hjá Þuríði – humar, bleikja og flauelsbúðingur
Albert og Þuríður

Hádegisveisla hjá Þuríði Ottesen – humar, bleikja og flauelsbúðingur

Það er eitthvað svo notalegt að vera boðinn þriggja rétta í hádegismat í hálfkláruðu eldhúsi. Þuríður Ottesen er kona sem kallar ekki allt ömmu sína, hún byggði við húsið sitt og er rétt að koma sér fyrir á nýja staðnum. Þegar við vorum hjá henni vantaði enn tengla og bekkjarplatan var ekki uppsett. Vígslan á bakaraofninum fór fram með bleikjunni góðu. Þrátt fyrir það var boðið svo þægilegt og ljúft. Hún er frumkvöðull og athafnakona hin mesta. Margir tengja Þuríði við heilsufyrirtækið Gengur vel. Hádegisveisla sem gefur von um gott vor og enn betra sumar. Verði ykkur að góðu og njótið dagsins

#2017Gestabloggari19/52ÞURÍÐUR OTTESENBLEIKJA

.

Humar í appelsínusósu
Humar í appelsínusósu

Humar í appelsínusósu fyrir 4

400 gr. skelflettur humar
2 hvílauksrif
3 msk smjör
1/2 gúrka

sósa
1 dós sýrður rjómi 18%
1/2 appelsína
2 hvítlauksrif
1 msk hlynsíróp

Upplagt er að gera sósuna daginn áður, kreistið appelsínu út á sýrða rjómann, merjið/saxið hvítlaukinn og setjið saman við ásamt hlynsírópinu og hrærið vel saman. Setjið í ísskáp yfir nótt
Skrælið gúrkuna og saxið í teninga
Humarinn er settur í sigti og þerraður vel. Bræðið smjör ásamt hvítlauk. Steikið/svitið humarinn í ca 2 mín fer eftir stærð en mikilvægt að steikja ekki of lengi. Humarinn kældur og síðan settur í 4 skálar, 2 msk af appelsínu sósu yfir og svo gúrkan ofan á.. skreyta má með appelsínu sneið

Klaustursbleikja með möndlum, ferskum aspas og sítrónusósu
Klaustursbleikja með möndlum, ferskum aspas og sítrónusósu

Klaustursbleikja með möndlum, ferskum aspas og sítrónusósu Fyrir 4

7-800 gr. klausturbleikja eða bleikja
100 gr. möndlur (lífrænar) saxaðar/malaðar
2-3 msk . smjör við stofuhita
sítróna
sjávarsalt
1 búnt af ferskum aspas
ca 2 msk ólífuolía

Leggið silunginn í eldfast mót og aspasinn, saltið hvorutveggja og smyrjið smjörinu á silunginn, kreistið sítrónu yfir og síðan möluðum möndlunum en ég malaði þær í blandara. Hellið ólífuolíu ofan á aspasinn. Bakað í ofni í við 180°C í 10-12 mín. Gott meðlæti eru kartöflur skornar í báta með góðum slatta af góðri ólífuolíu og sjávarsalti, bakist vel með sett inn 20 mín áður en silungurinn fer í ofninn.

Sítrónusósa svo góð með öllum fiski
Sítrónusósa svo góð með öllum fiski

Sítrónusósa svo góð með öllum fiski

2 dl 10% sýrður rjómi eða grísk jógurt
1 tsk. dijon sinnep
1/2 tsk sítrónupipar
1/2 tsk sítrónuhýði af lífrænni sítrónu
1 msk. sítrónu blóðberg
1 msk. dill saxað
safi úr sítrónu
pipar og salt eftir smekk

og til að ná dýpri tón setti ég 1 tsk af hlynsírópi
Upplagt að laga sósuna daginn áður …
Smekksatriði er að hafa salat með. Bar fram eðaldrykk í kampavínsglösum sem er glænýr hér á markaði og heitir Love Kombucha með engifer og fæst í Systrasamlaginu

 

Flauelsbúðingur með karamellusósu og sjávarsalti
Flauelsbúðingur með karamellusósu og sjávarsalti

Flauelsbúðingur með karamellusósu og sjávarsalti

Sumarlegur og góður tilvalin með bröns eða í hádegismat lagið búðinginn daginn áður – fyrir 4

4 dl rjómi 36%
1/2 tsk vanilla (lífrænn er bragðbetri)
100 gr hrásykur
5 eggjarauður
1 ds karamellusósa ( Dulce de leche)
salt fögur

Hitið ofninn í 150C

Hita rjóma, vanillufræin og hrásykurinn í potti. Hrærið og látið malla í 5 mín. Takið pottinn af og kælið niður þar til volt en má ekki kólna um of. Hrærið eggjarauður saman og blandið varlega við volga rjómablönduna með þeytara. Deilið blöndunni í 4 eldföst glös og leggið í ofnskúffu/bakka með vatni og bakið í ca 50 mín þar til búðingurinn hefur sett sig.. Kælið og setjið yfir plastfilmu yfir og látið liggja í kæliskáp yfir nótt. Setið svo karamellusósu yfir svo má gera sína eigin eða kaupa tilbúna ég notaði frá Gestus keypt í Krónunni. Stráið sjávarsalti eftir smekk. Get bara ekki sagt ykkur hvernig smakkaðist en það varð næstum dónalegt.
Ekkert jafnast á við góðan espresso með eftiréttinum og eðalfólk vill rjómalögg út í.
Hægt er að vinna mikið af réttunum daginn áður sem gerir matseldina auðvelda og afslappaða

Þuríður ottesen
Þuríður Ottesen

.

#2017Gestabloggari19/52ÞURÍÐUR OTTESENBLEIKJA

— HÁDEGISVEISLA ÞURÍÐAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.