Borðað í Brussel – kaffihús, veitingastaðir, vöfflur, kræklingur, franskar og margt fleira gott

Borðað í Brussel - kaffihús, veitingastaðir, matarborg vöfflur, kræklingur, franskar og margt fleira gott
Brussel

Borðað í Brussel. Á vegum Ferðaskrifstofunnar Mundo verður farin matar- og sælkeraferð til Brussel í haust. Við fórum og könnuðum aðstæður og prófuðum áhugavera staði og leituðum að bestu vöfflunni í Brussel. í Morgunblaðinu birtist grein um ferðina. Þar er bæði okkar upplifun og neðst nefndu nokkrir sem vel þekkja til í Brussel sína uppáhaldsstaði.

Það var vor í lofti í Brus­sel á dög­un­um þegar Al­bert Ei­ríks­son mat­gæðing­ur lenti þar í borg. Gróður­inn var far­inn að lifna við, fugl­arn­ir í óða önn að und­ir­búa hreiðrin með til­heyr­andi kór­söng og brún­in létt á mann­fólk­inu mót hækk­andi sól. Al­bert hleraði Íslend­inga bú­setta í Brus­sel um hvaða kaffi- og veit­inga­hús væru ómiss­andi.

Belg­ía er aðeins um þriðjung­ur af flat­ar­máli Íslands og at­hygli vek­ur að höfuðborg­in Brus­sel er fimmta stærsta borg lands­ins með rúm­lega 160 þúsund íbúa. Hins veg­ar búa um millj­ón manns á stór­höfuðborg­ar­svæðinu og er hún þannig séð lang­stærsta borg lands­ins.

Brus­sel er fræg mat­ar­borg og þar kenn­ir áhrifa víðs veg­ar að úr heim­in­um. Haf­andi heim­sótt Brus­sel þarf ekki að koma á óvart að 130 Michel­in-staðir eru í Belg­íu.

Flest­ir tengja kræk­ling og fransk­ar kart­öfl­ur, sem reynd­ar eru upp­haf­lega belg­ísk­ar, við Brus­sel ásamt vöffl­un­um víðfrægu sem hægt er að fá á hverju götu­horni og næst­um því óbæri­lega gott súkkulaði. Einnig er Belg­ía víðfræg fyr­ir bjór­menn­ingu, en um 180 bjór­verk­smiðjur eru í land­inu.

Al­menn­ings­sam­göng­ur í Brus­sel eru afar ­auðveld­ur og þægi­leg­ur ferðamáti. Eng­ar tvær lest­ar­stöðvar í borg­inni eru eins. All­ar eru þær til fyr­ir­mynd­ar snyrti­leg­ar, skreytt­ar lista­verk­um og spiluð tónlist sem breyt­ist eft­ir því sem líður á dag­inn.

Eitt af fræg­ustu kenni­leit­um Brus­sel er Mann­eken pis, Pissustrák­ur­inn, lít­il stytta á götu­horni í miðbæn­um. Fjöld­inn all­ur af ferðamönn­um safn­ast við stytt­una á hverj­um degi til að sjá hana og mynda hana, en flest­um kem­ur á óvart hversu lít­il hún er. Það sem fæst­ir ferðamenn vita er að í Brus­sel er líka Jann­eke pis, pissu­stelpa sem er gam­an að skoða.

Ekki síðra og öllu stærra er lista­verkið Atomi­um, sem gnæf­ir yfir og sést víða að. Það er í Heysel, var hannað af André Waterceyn og reist fyr­ir heims­sýn­ing­una árið 1958. Lista­verkið mynd­ar lík­an af einni grunn­ein­ingu járnkrist­alls.

Kræk­ling­ur og fransk­ar kart­öfl­ur
Belg­ar eru, eins og við Íslend­ing­ar, stolt­ir af sög­unni. Má þar nefna að nokkr­ar af þekkt­ustu teikni­mynda­sög­un­um eru frá Belg­íu, t.d. Lukku-Láki, Tinni, Strump­arn­ir, Sval­ur og Val­ur, Viggó viðutan og Axel.

Hversu ótrú­lega sem það kann að hljóma eru fransk­ar kart­öfl­ur upp­runn­ar í Belg­íu. Saga þeirra nær ald­ir aft­ur í tím­ann. Vitað er að Thom­as Jef­fer­son, for­seti Banda­ríkj­anna, bauð upp á það sem um hálfri öld síðar var farið að kalla fransk­ar kart­öfl­ur, í veislu í byrj­un 19. ald­ar. Al­vöru fransk­ar kart­öfl­ur eru sann­kallað lostæti og eru seld­ar í litl­um götu­veit­inga­hús­um í bréf­pok­um sem fólk svo ým­ist sest niður með eða borðar á göng­unni. Það er ekki sama hvernig kart­öfl­urn­ar eru mat­reidd­ar. Þær þarf að tvísteikja upp úr nautafitu og kæla á milli. Hita­stigið á fyrri steik­ing­unni má ekki vera of hátt, þær á að steikja við 160 gráður í þrjár mín­út­ur en við meiri hita í seinna skiptið og skemmri tíma.

Bjór­inn, unaðsleg­ar vöffl­ur og súkkulaðið
Belg­ísk­ur bjór er mörg­um vel kunn­ur. Löng hefð er fyr­ir bjór­brugg­un og Belg­ar eru upp með sér af bjór sín­um og drekka vel af hon­um. Belg­ar fram­leiða vel yfir þúsund bjór­teg­und­ir og að meðaltali drekk­ur hver Belgi 84 lítra ár­lega. Eitt­hvað hef­ur þó dregið úr drykkj­unni því alda­móta­árið 1900 var meðaldrykkj­an 200 lítr­ar á mann.

Það er engu lík­ara en súkkulaðiiðnaður­inn í Belg­íu sé ígildi stóriðju. Finna má litl­ar og stór­ar súkkulaðibúðir í hverri götu í miðbæn­um. Fjöl­mörg af þekkt­ustu súkkulaðivörumerkj­um sem við þekkj­um hér á landi eru belg­ísk. Víðast má fá vandað súkkulaði, en eins og geng­ur má finna súkkulaði af ýms­um gæðaflokk­um. Fjöl­breytn­in er mik­il og súkkulaðilista­verk­in gleðja augu ferðamanna- og heima­manna. Það er auðvelt að láta freist­ast af góðu súkkulaði í borg­inni fal­legu.

Belg­ísk­ar vöffl­ur brusselvöfflur
Belg­ísk­ar vöffl­ur eru víðfræg­ar, þær er hægt að fá svo að segja á hverju götu­horni, í vöfflu­bíl­um og á flest­um kaffi­hús­um. Liè­ge-vöffl­urn­ar eru götu­vöffl­ur, kringl­ótt­ar, með syk­urperl­um inni í og syk­ur­húð á. Oft­ast eru þær óreglu­leg­ar í lag­inu. Brus­sel­vöffl­ur eru þunn­ar, létt­ar eins og bréf, ekki óreglu­leg­ar, með heitu, bræddu súkkulaði. Að flestra mati eru þær betri. Sitt hvor upp­skrift­in er notuð í þess­ar tvær vöfflu­upp­skrift­ir.

Kaffi­hús­in brussel

Kaffi­hús­in. Kaffi­húsa­flór­an er bæði fjöl­breytt og eft­ir­tekt­ar­verð. Þétt­set­in kaffi­hús eru um alla borg. Á Place Royale er mikið hljóðfæra­safn á mörg­um hæðum og kaffi­hús efst með fal­legu út­sýni yfir borg­ina, en nokk­ur glymj­andi er þar inni.

Nespresso Avenue Louise 1

Nespresso Avenue Louise 1
Marg­ir þekkja sviss­neska Nespresso-kaffið. Á góðum stað í Brus­sel er stór Nespresso-búð á tveim­ur hæðum – fal­leg og smekk­lega hönnuð. Þó að hér sé ekki um hefðbundið kaffi­hús að ræða er vel þess virði að gera sér ferð í búðina til að sjá hönn­un­ina. Þar fást all­ar vöru­lín­ur Nespresso og hægt að bragða á þeim öll­um. Alltaf gam­an að hitta fólk sem er vel að sér í sínu fagi og er gott í að deila því með gest­um.

Café Belga Place Eugè­ne Flagey 18

Café Belga Place Eugè­ne Flagey 18
Petrína Rós Karls­dótt­ir, leiðsögumaður, þýðandi og frönsku­kenn­ari, sett­ist á skóla­bekk í Brus­sel fyr­ir ekki svo löngu og naut belg­ískra kaffi- og veit­inga­húsa. Eitt af upp­á­halds kaffi­hús­um Petrínu Rós­ar í Brus­sel er Café Belga, sem hún seg­ir að sé mjög hipp og kúl kaffi­hús og veit­inga­hús í hinu mar­grómaða Ix­ell­es-hverfi borg­ar­inn­ar. „Þar er mjög gott úr­val af bjór og smá­rétt­um, frá­bær­ar sam­lok­ur og mjög góðar súp­ur í há­deg­inu. Skemmti­leg tónlist og starfs­fólkið er yf­ir­leitt ungt náms­fólk. Net­sam­bandið er mjög gott og gott úr­val er­lendra dag­blaða og tíma­rita. Á kvöld­in breyt­ist staður­inn í skemmti­stað með plötu­snúðum sem er vin­sæll hjá ungu fólki. Helg­ar­dög­urður­inn er al­gjört lostæti og á sann­gjörnu verði. Cafe Belga er í Art Deco-stíl og var gert upp fyr­ir nokkr­um árum enda er það til húsa í gamla út­varps­hús­inu þar sem ófá­ar upp­tök­ur á þekkt­um lista­mönn­um hafa farið fram, m.a. upp­tök­ur á tón­list­ar­atriðum í frönsku mynd­inni l’­Artiste sem hlaut Óskar­inn

Café de l'Opéra Rue des Princes 4

Café de l’Opéra Rue des Princes 4
Place de La Monnaie er torgið fyr­ir fram­an óper­una. Þar er Café de l’Opéra með fjöl­breytt­um mat­seðli, góðum sam­lok­um, kræk­ling­um og frönsk­um, súp­um og und­ur­góðum vöffl­um. Fleira góðgæti má þar fá, eins og litla rétti sem eru sér­sniðnir fyr­ir þá sem eru á leið í óper­una. Staður­inn, sem er á tveim­ur hæðum, er í Art Deco-stíl. Meðal­ald­ur þjón­anna er frek­ar hár og þeir vita upp á hár hvað þeir eru að gera. Fyr­ir fram­an er stórt úti­svæði með borðum og stól­um. Þaðan er ljúft að fylgj­ast með líf­inu á torg­inu. Café de l’Opéra hef­ur lítið eða ekk­ert breyst síðan það var stofnað um 1900. Þá kom fólk og borðaði fyr­ir óperu­sýn­ing­ar og að lokn­um sýn­ing­um kom tón­listar­fólkið og þá var drukkið og borðað langt fram á morg­un.

Corica Rue du Marché aux Poulets 49

Corica Rue du Marché aux Poulets 49
Lítið og smekk­legt kaffi­hús þar sem hægt er að fá mjög marg­ar kaffi­teg­und­ir. Bæði er hægt að taka með sér kaffi­baun­ir eða láta mala fyr­ir sig á staðnum og bragða á ólíku kaffi og upp­götva að ekki er sama kaffi og kaffi. Allt kaffi­á­huga­fólk mun gleyma sér í úr­val­inu, þarna má finna kaffi­baun­ir frá öll­um helstu kaffi­s­væðum heims­ins.

Luwak-kaffi á Corica er frá Indo­nes­íu, kopi er indó­nes­íska orðið fyr­ir kaffi. Luwak kaffið er ein­stak­lega gott en það er þó vinnsluaðferðin á baun­un­um sem vek­ur mikla at­hygli þótt sum­um þyki hún ekki lystauk­andi. Luwa-þef­kett­irn­ir finna og éta þroskaðar kaffi­baun­ir, þær fara heil­ar í gegn­um melt­ing­ar­veg­inn á þeim, að því búnu eru þær hreinsaðar og brennd­ar. Þetta er eitt dýr­asta kaffi í heimi.

Le Corrè­ge, Rue de Corrè­ge 90

Le Corrè­ge, Rue de Corrè­ge 90
„Af þeim veit­inga­stöðum sem ég hef virki­lega gam­an af að fara á vil ég nefna stað sem er hér í hverf­inu sem við búum í. Hann heit­ir Le Corrè­ge. Staðinn eiga og reka hjón­in Nancy og Phil­ip. Hann eld­ar og hún sér um allt annað. Það er alltaf tekið vel a móti gest­um, staður­inn hóg­vær og heim­il­is­leg­ur, Nancy létt í lund og freyðivínið flæðir.

Ólík­ir lista­menn fá að hengja mynd­irn­ar sín­ar a veggi staðar­ins þannig að alltaf er eitt­hvað nýtt að sjá. Staður­inn er í einu af mörg­um hús­um göt­unn­ar, íbúðir á efri hæðum, læt­ur lítið yfir sér og á heit­um dög­um eru nokk­ur borð sett út á gang­stétt,“ seg­ir Ástrós Gunn­ars­dótt­ir, dans­ari og pila­te­s­kenn­ari, sem hef­ur búið í Brus­sel í nokk­ur ár ásamt manni sín­um Þorf­inni Ómars­syni.

Ástrós mæl­ir með Gaspacho et se garnit­ure, Pastilla de Chèvre og Tartare de sau­mon au cori­andre fra­is. Fyr­ir þá sem borða fugla­kjöt er Cuis­se de can­ard con­fite, lentil­les à huile de truf­fe (anda­læri með linsu­baun­um í trufflu­oliu) ein­stak­lega gott hjá þeim.

Ef þau eiga ostr­ur eru þær alltaf af­bragð með cava-glasi en staður­inn býður alltaf gesti vel­komna með cava í boði húss­ins!

Verði er stillt í hóf, súpa á 5, sal­at á 15, fisk­ur og kjöt á 17-19. Eft­ir­rétt­ir eru einnig i lægri kant­in­um, 5-6.

Það er alltaf gam­an og gott að koma á Le Corrè­ge og það er nauðsyn­legt að panta borð því staður­inn er lít­ill, tek­ur u.þ.b. 30 manns í sæti.

 

Pat­rick Roger Chocolatier Place du Grand Sa­blon

Pat­rick Roger Chocolatier Place du Grand Sa­blon
„Kon­fekt­hús Pat­ricks Roger er æv­in­týra­legt að heim­sækja. Pat­rick er, auk þess að vera kon­fekt­gerðar­meist­ari, listamaður og vinn­ur skúlp­túra úr bronsi. Staðirn­ir hans eru hrein upp­lif­un, lista­verk úr bronsi eða súkkulaði skreyta veggi, borð og glugga inn­an um kon­fekt­mol­ana hans. Úrvalið af mol­um er dá­sam­lega fjöl­breytt og skemmti­legt og hrein­lega nauðsyn­legt að kaupa góða öskju til að taka með heim. Mæli svo sann­ar­lega með kon­fekt­hús­un­um hans,“ seg­ir Fríða Gylfa­dótt­ir, sem sett­ist á súkkulaðiskóla­bekk í Belg­íu síðasta sum­ar og opnaði í kjöl­farið súkkulaðikaffi­hús á Sigluf­irði.

 

 

Ristor­an­te Bocconi Rue de I‘Amigo
Ármann Andri Ein­ars­son og Sig­ríður Sig­ur­jóns­dótt­ir hafa oft komið til Brus­sel, þau eru dug­leg að prófa nýja veit­ingastaði og eiga sér upp­á­haldsveit­inga­hús í mat­ar­borg­inni ljúfu, Ristor­an­te Boconi. „Í næstu götu við hið fræga Grand Place-torg er fal­in matarperla. Með sitt ít­alska og suðurevr­ópska ívaf stend­ur veit­ingastaður­inn Bocconi. Þar er þægi­legt and­rúms­loft, framúrsk­ar­andi þjón­usta og mat­ar­gæði sem gera Bocconi að ein­um af upp­á­halds­stöðum borg­ar­inn­ar,“ seg­ir Ármann og bæt­ir við að sé þess kost­ur sé upp­lagt að hafa meðferðis fær­an lista­mann sem spilað geti fagra tóna á flygil­inn við hót­el­bar­inn sem er í sama húsi yfir ein­um for­drykk eða svo. Ef slíkt er ill­mögu­legt er til­valið að byrja kvöldið til borðs á kampa­víni og ostr­um. Ostr­urn­ar eru í al­gjör­um sér­flokki. Mat­seðill­inn er ein­fald­ur en ríku­leg­ur – nú­tíma­leg­ur og klass­ísk­ur í bland. Þau mæla með því að tala við þjón­ana og óska eft­ir óvissu­ferð úr eld­hús­inu, sem að öll­um lík­ind­um mun skila sér í af­bragðs upp­lif­un­ar­ferðalagi um Ítal­íu og Suður-Evr­ópu.

Ama­deo Rue Sain­te-Cat­her­ine 28

Ama­deo Rue Sain­te-Cat­her­ine 28
„Þessi veit­ingastaður er einn af upp­á­halds veit­inga­stöðum í Brus­sel hjá okk­ur fjöl­skyld­unni,“ seg­ir Svan­hvít Val­geirs­dótt­ir, mynd­list­ar­kona og förðun­ar­meist­ari, sem hef­ur búið í Brus­sel í fimm ár ásamt eig­in­manni sín­um Peter Rittwe­ger. Daní­el son­ur þeirra upp­götvaði staðinn þegar hann var í há­skóla­námi í Belg­íu. Þangað fara marg­ir há­skóla­nem­ar og borða af því að hann er ódýr og hægt að borða nægju sína af bestu rifj­um í Evr­ópu. Til gam­ans má geta þess að Daní­el er að læra til kokks á Michel­in-veit­ingastað í Ham­borg.

Veit­ingastaður­inn Ama­deo er í St. Katelij­ne, sem er mjög miðsvæðis i Brus­sel. Staður­inn sjálf­ur er skemmti­lega inn­réttaður eins og bóka­safn að hluta til og að hluta til eru gaml­ar upp­runa­leg­ar inn­rétt­ing­ar sem minna á byrj­un síðustu ald­ar látn­ar njóta sín. Mín­us­inn við þenn­an stað er sal­ern­in, en mat­ur­inn er það góður að það er ekki hægt að láta það trufla sig. Svínarif með til­heyr­andi kost 17,95 evr­ur og fylg­ir með bökuð kart­afla með dá­sam­legu krydds­mjöri. Tveggja lítra rauðvíns­flaska stend­ur á hverju borði og er verðið miðað við ein­ing­arn­ar sem eru drukkn­ar úr flösk­unni. Svo lengi sem lyst­in leyf­ir er bætt rifj­um og kart­öfl­um á disk­inn. Staður­inn er opnaður klukk­an 18 og er best að vera kom­in þangað 10 mín­út­um áður til að fá borð. Þó er hægt að panta fyr­ir hópa.

Ann­ar staður sem Svan­hvít nefn­ir er Tram experience, sem hún ætl­ar að prófa á næst­unni. En þar erum við kom­in í dýr­ari veit­ing­arstað. Fimm stjörnu kokk­ar og sæl­kera­fæði. Ekið er í um tvo tíma um Brus­sel með spor­vagni sem er inn­réttaður fyr­ir veit­ingastað. Þetta þarf að panta með fyr­ir­vara, eins og á flest­um veit­inga­stöðum í Brus­sel. Í borg­inni fer fólk mikið út að borða. Belg­ar hitt­ast frek­ar með vin­um og vanda­mönn­um á veit­inga­stöðum held­ur en að bjóða heim. Fólk sem ætl­ar að ferðast til Brus­sel til að fara út að borða ætti að kynna sér veit­ingastaði og panta áður. Til gam­ans má geta þess, seg­ir Svan­hvít, að í Brus­sel er mik­ill hávaði á veit­inga­stöðum, þar sem fólk er að tala sam­an enn ligg­ur ekki í sím­un­um.

Það er ógleym­an­legt að dvelja í mat­ar­borg­inni Brus­sel og upp­lifa dá­semd­irn­ar sem borg­in hef­ur upp á að bjóða. Fjöl­margt fleira gott er í boði en það sem kem­ur fram hér að fram­an. Víst er að lokk­andi mat­arilm­inn legg­ur langt út fyr­ir miðborg­ina – hvert sem haldið er.

FLEIRI MATARBORGIR

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.