Mangó- og kasjúhnetubúðingur – silkimjúkur, hollur og ferskur

Mangó- og kasjúhnetubúðingur. Ef þið eruð að leita að einföldum, hollum og fljótlegum eftirréttir sem ekki er hægt að klúðra er svarið hér. Held það sé bara ekki hægt að klúðra þessum eftirrétti. Silkimjúkur, ferskur og hollur. Það má eflaust frysta hann og gera þannig ís. Margrét Jónsdóttir Njarðvík útbú þennan góða eftirrétt þegar hún hélt mjög skemmtilegt matarboð á dögunum

Mangó- og kasjúhnetubúðingur

4 mangó (ca 1,2 kg)

1 krukka kasjúhnetusmjör (170g)

8 mjúkar döðlur

Ahhýðið mangó og skerið ávöxtinn frá steininum. setjið í matvinnsluve´l ásamt kasjúhnetusmjöri og döðlunum. Maukið þangað til þetta verður silkimjúkt

Hellið í falleg glös og geymið í ísskáp í um 30 mín (eða lengur)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *