Frönsk laukbaka, tarte à l’oignon frá Parísardömunni

Kristín Jónsdóttir Sólrún og Kári. Frönsk baka franskur matur Brynhildur Jónsdóttir Elmar FRAKKLAND FRANSKUR MATUR Agnes Sigtryggsdóttir Þórunn Frönsk laukbaka, tarte à l’oignon Parc des Buttes-Chaumont parís Kristín Jónsdóttir Parísardama
Frönsk laukbaka, tarte à l’oignon

Frönsk laukbaka, tarte à l’oignon

Kristín Jónsdóttir Parísardama tók vel í að vera gestabloggari. Hún bauð nokkrum Íslendingum í lautarferð í Parc des Buttes-Chaumont garðinn í París. Í tæplega 30 stiga hita komum við okkur fyrir í skugganum af stóru tré og nutum.

Bökur og pæ eru afar vinsælar í Frakklandi og í raun gildir hið sama um bökur og pizzur: það má allt og ef þig langar að blanda því saman, gerðu það þá bara! Segja má að grunnuppskriftin, klassískasta bakan, sé Quiche Lorraine, sem er kennd við hérað í austurhluta Frakklands. Lorraine-bakan er með beikoni og gruyere-osti. Önnur vinsæl klassísk uppskrift er svo laukbaka, tarte à l’oignon. Hún er ekki með osti og að sjálfsögðu líka kjötlaus. Hér kemur afskaplega góð uppskrift að laukböku, sem er tilvalin í lautarferð á góðum degi, eða á partýhlaðborðið. Þetta er einnig stórfín máltíð, með góðu grænu salati.

„Fyrir kokka í tímaþröng er fullkomlega leyfilegt að fara út í búð og kaupa tilbúið bökudeig. Laukbakan passar jafnt fyrir smjördeig sem og venjulegt bökudeig eins og notað er í þessari uppskrift. Einnig má ganga alla leið og nota frosinn sneiddan lauk, en mér finnst svo gott að gráta að ég sker hann alltaf niður sjálf.” segir Kristín Parísardama

🇫🇷

#2017Gestabloggari 23/52BÖKURFRAKKLANDKRISTÍN JÓNSDÓTTIR

🇫🇷

Glaður hópur Íslendinga í Parc des Buttes-Chaumont garðinn í París. Kristín er Bergþóri á vinstri hönd.

Frönsk laukbaka, tarte à l’oignon

Deigið:
125 g mjúkt smjör
200 g hveiti
1/2 tsk saltblómi (eða venjulegt sjáarsalt)
30 g mjólk (köld, úr ísskáp)
1 eggjarauða (köld, úr ísskáp)

Fyllingin:
600 g laukur, skorinn í tvennt og í fínar sneiðar (voru 5 laukar, þeir eiga að vega 600 grömm eftir að búið er að sneiða þá niður). Ég er hrifnari af rauðlauk en klassísk laukbaka er með gulum lauk.

vænn slurkur af ólívuolíu (um 1/2 dl)
2 sneiðar af franskbrauði, án skorpu
Rétt tæpur dl af hvítvíni
1/2 tsk salt
1 msk hveiti
1 stórt egg
150 g rjómi
pipar

Skerið smjörið í bita og setjið í hrærivél, bætið hveiti og salti og notið k-stykkið til að blanda hægt og rólega svo deigið verði eins og sandur. Bætið þá eggjarauðu og mjólk við og hrærið áfram í stutta stund. Alls ekki of lengi. Látið deigið bíða í kæli í amk. klukkustund en jafnvel yfir nótt. Deigið er auðvelt að gera án hrærivélar, með sleif í skál. Bara passa að hræra ekki um of.

Fletjið deigið út, það er erfitt fyrst en auðveldara þegar smjörið byrjar að bráðna. Það er eðlilegt að saltblóminn sjáist í deiginu. Setjið deigið í 24 cm bökuform, með smjörpappír undir.

Mýkið laukinn hægt og rólega í heitri olíunni, í 15 mínútur. Ekki láta hann grillast, bara mýkjast vel. Leggið á meðan brauðsneiðarnar í skál og hellið hvítvíninu yfir. Gerið mauk úr brauðinu með víninu, bætið eggi og salti út í ásamt hveitinu og notið písk til að blanda. Bætið rjómanum við og piprið. Þetta á að vera þykk og kekkjótt blanda.
Laukurinn fer svo að lokum útí þessa blöndu og allt í bökuna í forminu. Bakið í ofni við 190°C í um 45 mínútur, eða þar til yfirborðið er fallega litað.

Bon appétit!

Gestir í boðinu voru auk okkar Bergþórs: Kristín Jónsdóttir og börnin hennar Sólrún og Kári. Brynhildur Jónsdóttir og Elmar sonur hennar. Agnes Sigtryggsdóttir og Þórunn vinkona hennar.

🇫🇷

#2017Gestabloggari 23/52BÖKURFRAKKLANDKRISTÍN JÓNSDÓTTIR

— FRÖNSK LAUKBAKA —

🇫🇷

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.