Kínóa- og grænmetissúpa – hin mesta dásemdarsúpa

Kínóa- og grænmetissúpa - Erlendur Pálsson Guðrún Harpa Bjarnadóttir Guðlaug Steinsdóttir hin mesta dásemdarsúpa MARGRÉT jónsdóttir njarðvík mundo ferðaskrifstofan GRÆNMETISSÚPA kínóasúpa holl súpa
Kínóa- og grænmetissúpa – hin mesta dásemdarsúpa

Kínóa- og grænmetissúpa

Margrét Jónsdóttir Njarðvík eigandi ferðaskrifstofunnar Mundo bauð til veislu á dögunum, fyrst var þessi súpa frá Perú þá íranskur kjúklingaréttur og loks mangóeftirréttur. Allt ómótstæðiega gott.

Mikið lifandis ósköp fer kínóa vel í maga, svo skemmir það nú ekki upplifunina að kínóa er bráðhollt. Þessi dásemdarsúpa er jafnvel ennbetri daginn eftir.

— SPÁNNMUNDOMARGRÉT JÓNS NJARÐVÍK — KÍNÓASÚPURMANGÓEFTIRRÉTTUR

.

Kínóa- og grænmetissúpa

Kínóa- og grænmetissúpa

2 msk ólívuolía
1/2 laukur, saxaður
3 hvítlauksrif, söxuð smátt
1 tsk saxað engifer
2 meðalstórar gulrætur, skornar í sneiðar
2 stilkar sellerí, skorið í bita
1/2 b kínóa
1 l vatn
grænmetiskraftur
1 tsk oreganó
1/4 tsk reykt paprika
1 tsk túrmerik
salt og pipar
2 lárviðarlauf
2 b afhýddar kartöflur, skornar í bita
1 1/2 b grasker, skorið í bita
1/4 b saxað kóríander

Hitið olíuna í stórum potti, léttsteikið (á lágum hita) lauk, hvítlauk, engifer, gulrætur og sellerí í 5-7 mín. Bætið við kínóa og steikið áfram í um 5 mín. Kínóafræin eiga helst að verða ljósbrún.

Bætið við vatni, grænmetiskrafti, oreganó, papriku, túrmerik salti, pipar, lárviðarlaufi, kartöflur og graskeri. Látið sjóða við lágan hita í 20-25 mín.

Stráið loks kóríander yfir áður en súpan er borin fram.

Fríða, Erlendur, .... Guðrún Harpa, Albert og Guðlaug

— SPÁNNMUNDOKÍNÓASÚPUR

— KÍNÓA- OG GRÆNMETISSÚPA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.