Lúxuslasagna, alveg ljómandi gott

Lasagna, grænmetislasagna, saumaklúbbur, Fáskrúðsfjörður, Saumaklúbburinn f.v. Hafdís RUT Pálsdóttir, Eyrún Elísdóttir, Oddrún Pálsdóttir með Vigdísi Huld Vilbergsdóttur í fanginu, Svava Magnúsdóttir og Tania Li Mellado. Myndirnar og uppskriftin birtist í blaði Franskra daga. Oddrún fór á matreiðslunámskeið og hefur gert þetta Lúxuslasagna reglulega síðan Franskir dagar, blað franskra daga
Lúxuslasagna, alveg ljómandi gott

Grænmetislasagna

Það er hressilegt að skoða uppskriftir sem kannski eru ekki komnar til ára sinna en þó – þessi glaðlegi saumaklúbbur varð til er þær fluttu flestar austur aftur í kringum aldamótin að loknu námi og settust að í Garðaholtinu á Fáskrúðsfirði. Í góðlátlegu gríni segjast þær fljótlega hafa uppgötvað að þær höfðu ekki fengið boð um að vera í neinum saumaklúbbum svo að þær tóku saman ráð sín og stofnuðu sinn eigin. Fyrst var hist hálfs mánaðarlega en núna koma þær saman einu sinni í mánuði.

SAUMAKLÚBBAR — FÁSKRÚÐSFJÖRÐURLASAGNAGRÆNMETI

.

Saumaklúbburinn f.v. Hafdís Pálsdóttir, Eyrún Elísdóttir, Oddrún Pálsdóttir með Vigdísi Huld Vilbergsdóttur í fanginu, Svava Magnúsdóttir og Tania Li Mellado. Myndirnar og uppskriftin birtist í blaði Franskra daga. Oddrún fór á matreiðslunámskeið og hefur gert þetta Lúxuslasagna reglulega síðan

Lúxuslasagna

2 laukar

2 hvítlauksgeirar

1 blaðlaukur

1 stilkur sellerí

1 gulrót

1 haus brokkolí

1 haus blómkál

ferskt spínat

olía salt og pipar

1 dós tómatar

1/2 krukka sólþurrkaðir tómatar

lasagnablöð

1 dós kotasæla

1/2 dós sýrður rjómi

salt, pipar

1 tsk. múskat

1 msk. óreganó

smá rifinn ostur

Skerið allt grænmetið niður og steikið á pönnu í olíu, stráið salti og pipar yfir. Saxið tómatana og sólþurrkuðu tómatana og bætið saman við ásamt óreganói. Bætið spínatinu við í lokin og látið sjóða aðeins. Hrærið saman kotasælu, sýrðum rjóma, salt, pipar og múskat. Setjið eitt lag af grænmetisblöndunni í eldfast mót, þá lasagna blöð og svo hvíta sósu. Endurtakið og endið svo á grænmetisblöndu og osti. Bakið í 170° C í um 30-40 mín.

ljómandi gott lúxuslasagna

SAUMAKLÚBBAR — FÁSKRÚÐSFJÖRÐURLASAGNAGRÆNMETI

— LJÓMANDI GOTT LÚXUSLASAGNA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.