Sætkartöflusúpa Kristjáns og Rögnu

Sætkartöflusúpa Kristján Guðmundsson Raufarhöfn Laugar Ragna heiðbjört sætar kartöflur súpa grænmetissúpa Reykjadalur
Kristján hellir sætkartöflusúpu

Sætkartöflusúpa Kristjáns og Rögnu

Sómafólkið Kristján og Ragna búa á Laugum í Reykjadal og starfa þar við Framhaldsskólann. Á ferðalagi okkar Bergþórs og tengdapabba um Norðurland buðu þau okkur til hádegisverðar, undurgóða sætkartöflusúpu og fjölbreyttar óhefðbundnar snittur. Allt þetta bragðaðist vel, alveg einstaklega vel.

#2017Gestabloggari 26/52FLEIRI SÚPUR

.

Sætkartöflusúpa

Sætkartöflusúpa Kristjáns og Rögnu.  Fyrir 6 – 8 manns

2 stórar sætar kartölfur

1 rauð paprika

1 grænt chilli

1 stór blaðlaukur

2 tsk. paprikuduft

6 tómatar

4 – 5 msk. tómatmauk með cherry tómötum

1 – 1 ½ l. vatn

1 tsk. salt

2 stk grænmetisteningar

3 dl. salsasósa

2 dl kókosmjólk

Byrjið á að flysja kartöflurnar og skerið þær í litla bita. Skerið síðan papriku og blaðlauk í litla bita. Hreinsið chilli og skerið í litla bita. Léttsteikið paprikuna, blaðlaukinn og chilli ásamt paprikudufti i stórum potti. Setjið kartöflurnar fljótt út í og skerið tómatana í litla bita og bætið út í pottinn. Hellið 1 lítra af vatni saman við ásamt salti og grænmetisteningum. Sjóðið þetta í 20 – 25 mínútur. Að þessum tíma liðnum er soðið síað frá og hráefnið er þeytt með töfrasprota þar til það er orðið að þykku mauki og er síðan hellt út í soðið aftur. Hrærið vel í þessari blöndu og hellið salsasósunni og kókosmjólkinni út í. Súpan er borin fram með rifnum osti og Doritos flögum.

Páll, Albert, Kristján Guðmundsson, Bergþór og Ragna Heiðbjört laugar veisluborð á Laugum
Páll, Albert, Kristján, Bergþór og Ragna við veisluborð á Laugum

 

Grófkjarnabrauð með sveppum og wasabi
Grófkjarnabrauð með sveppum og wasabi

Grófkjarnabrauð með sveppum og wasabi

Brauðið skorið í litla teninga. Sveppir skornir og steiktir
Brauðið smurt með smjöri og salatblað sett ofan á. Steiktir sveppir settir ofan á salatblaðið. Wasabi er skorið smátt og stráð yfir

Blinisbrauð með reyktum silungi
Blinisbrauð með reyktum silungi

Blinisbrauð með reyktum silungi

Blinisbrauð er smurt með smjöri og salatblað lagt ofan á og skreytt með reyktum silungi og sinnepssósu.

Grænmetisbuff og bankabygg með sítrónusósu
Grænmetisbuff og bankabygg með sítrónusósu

Grænmetisbuff og bankabygg með sítrónusósu

Bankabygg með sítrónusósu sett ofan á salatblað (klettasalat)
Skorin vínber og rifnar gulrætur stráð yfir og grænmetisbuff sett ofan á

Fitnessbrauð með síld og kartöflum
Fitnessbrauð með síld og kartöflum

Fitnessbrauð með síld og kartöflum

Blandað salat stráð yfir fitnessbrauðið.
Soðnar karltöflur saxaðar smátt og steiktar á pönnu ásamt skornum lauk. Borðedik og sykri stráð yfir og þetta léttsteikt saman. Kartöflulaukblandan er sett ofan á brauðið og síld þar ofan á.

#2017Gestabloggari 26/52FLEIRI SÚPUR

.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.