Gúddý og Krissi bjóða til stórveislu

Gúddý og Krissi bjóða til stórveislu Dressing á salat Krissi, Carola, Jón, Gúddý, Guðrún Hulda birgis Kristján þór gunnarsson
Gúddý og Krissi bjóða til stórveislu. Frá vinstri: Krissi, Bergþór, Albert, Guðrún Hulda og Carola

Gúddý og Krissi bjóða til stórveislu. Heiðurshjónin Kristján og Guðrún Hulda, betur þekkt meðal vina sinna sem Krissi og Gúddý, héldu ægifína veislu á dögunum. Hún sá um forréttinn og eftirréttinn og hann sá um að grilla. Þau hjónin voru í Toskana á Ítalíu á síðasta ári og fóru í eftirminnilega vínsmökkunarferð, þar kipptu þau með sér borðvíninu sem drukkið var með herlegheitunum.

#2017Gestabloggari27/52LAMBAKJÖTMARENGS

Sumarlegur drykkur
Sumarlegur fordrykkur

Sumarlegur fordrykkur

1 hluti Pecahtree (ferskjulíkjör)
1 hluti vodka
1 hluti hreinn appelsínusafi
1 hluti Sprite zero

Allt hrist saman í glas og fyllt upp með klaka, sítrónu og appelsínusneiðum.

Rækjuspjót frá fiskbúðinni Hafinu
Rækjuspjót frá fiskbúðinni Hafinu

Rækjuspjót frá fiskbúðinni Hafinu

Steikt á pönnu upp úr miklum hvítlauk og smjöri, í um það bil 3-4 mín á hvorri hlið.

Borið fram með ristuðu brauði, sítrónubát og chillimajónesi frá Hafinu.

Grillaðar lambalundir
Krissi grillar lambalundir

Grillaðar lambalundir

Lambalundir kryddaðar með lamba-villikryddi frá Kjöthöllinni og olífuolíu, látið liggja í þessu í 4.tíma. Grillað á útigrilli í 5-7 mín á hvorri hlið, gott að láta kjötið standa í 5 mín á eftir.

Sumarlegt salat
Sumarsalat

Sumarsalat

1 poki klettasalat
1 poki blandað salat
kirsuberjatómatar
agúrka
gul paprika
jarðaber
ristuð fræ (salatblanda)

Öllu blandað saman og fetaostur í olíu settur yfir í lokin.

Dressing á salat

1 hluti olífuolía
1 hluti sítrónuolía
Smáskvetta af sesamolíu
Dijon sinnep
Safi úr hálfri sítrónu
Allt hrist vel saman og borið fram með salatinu.

Rósmarín kartöflur
Rósmarín kartöflur

Rósmarín kartöflur
Forsoðnum kartöflum (sigtið vatnið af þeim) er velt upp úr miklu smjöri á pönnu og kryddað með rósmarín.

Hvítlaukssósa með kryddjurtum
Hvítlaukssósa með kryddjurtum

Hvítlaukssósa með kryddjurtum

3 hlutar sýrður rjómi
1 hluti majónes
½ hvítlaukur
Graslauki og tímian úr garðinum, ásamt salti, piparog kóriander blandað við, og allt hrært vel saman og látið standa í a.m.k 5 klst.

Berjamarens
Berjamarens

Berjamarens

4 eggjahvítur og 2 bollar púðursykur, hrært mjög vel saman.

Mótið litla botna á bökunarplötu, úr þessu koma u.þ.b 12 stk. og bakið í 25 mín. við 170°C – slökkvið þá á ofninum og látið marengsinn kólna í ofninum.

Á hvern marens fer saltkarmellusósa frá Kjörís í botninn þeyttur rjómi þar ofan á. Og svo fullt af berjum, jarðarber, hindber, bláber og brómber sett ofan á rjómann. Í lokin er skreytt með karmellukurli, saltkarmellusósunni og örfáum þunnt skornum Lion bar súkkulaðisneiðum.

Hvítvín frá Italíu: Palagetto frá San Gimignano héraðinu í Toskana. Rauðvín frá Italíu: Palagetto frá San Gimignano héraðinu í Toskana. (En hjónin féllu fyrir þessum vínum á ferð sinni um Toskana í sept 2016 og keyptu með sér nokkrar flöskur til að bjóða vel völdum vinum að smakka á)

Gúddý og Krissi bjóða til stórveislu
Stórveisla

.

— STÓRVEISLA GÚDDÝAR OG KRISSA —

.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.