Sunnudagssíðdegiskaffi hjá Ragnheiði Lilju

sunnudagskaffiboð, Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, Páll Bergþórsson, Sunnudagssíðdegiskaffi hjá Ragnheiði Lilju Fljótstunguættin
Sunnudagssíðdegiskaffi hjá Ragnheiði Lilju

Súkkulaðibomba með kókosklæðningu

Það er eitthvað svo ljúft að fá boð í kaffiboð á sunnudagssíðdegi. Á sólríkum sunnudegi á Akureyri bauð Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir okkur í kaffi og með því. Hún tók vel í að vera gestabloggari og sendi uppskriftirnar um hæl. Eða satt best að segja þá buðum við okkur í kaffi, Ragnheiður Lilja bakar nefnilega mjög góðar kökur. Á ferðalagi okkar um Norðurland höfðum við samband og úr varð kaffiboðið 🙂 „Súkkulaðibomban er ekki fyrir fólk sem er í sykurbindindi” segir Ragnheiður Lilja.

Viltu segja eitthvað að lokum? Tja, ekki annað en að ég ætlað að bjóða ykkur uppá hráfæðisköku (sem eru uppáhaldið mitt), en þú ert svo öflugur í hollustunni að allt sem mér datt í hug er nú þegar á alberteldar.com  🙂

#2017Gestabloggari 28/52RAGNHEIÐUR LILJAAKUREYRI

.

Súkkulaðibomba með kókosklæðningu
Súkkulaðibomba með kókosklæðningu

Súkkulaðibomba með kókosklæðningu

Súkkulaðibotn

4 egg

300 gr sykur

200 gr bráðið smjör

75 gr kakó

40 gr vanillusykur

1/2 tsk salt

180 gr hveiti

Kókosklæðning

200 gr kókos

180 gr sykur

75 gr síróp

150 gr rjómi

100 gr smjör

Hitið ofninn í 200°C og undirbúið formið. Gott er að setja smjörpappír í botninn á smelluformi og smella utanum um pappírinn.

Þeytið saman egg og sykur þar til það er létt og ljóst. Bætið kakó, vanillusykri og salti út í og hrærið. Bætið að lokum hveiti og bráðnu smjöri við blönduna og blandið vel saman.

Bakið kökuna í 15 mínútur við 200°, takið hana þá út og leyfið henni að kólna örlítið áður en kókosklæðningin er sett ofaná og kakan aftur inn í ofn.

Á meðan kakan er í ofninum eru öll hráefnin í kókosklæðningunni sett á kalda pönnu og svo kveikt undir. Hrærið í meðan allt bráðnar saman. Látið krauma í 5 mínútur, gott að hræra allan tímann.

Þegar kakan hefur kólnað svolítið er kókosblandan sett varlega ofaná kökuna, lítið í einu þar til búið er að þekja alla kökuna. Þá er hún sett aftur í ofninn í 10 mínútur, eða þar til kókosklæðningin er fallega ljósbrún.

Kökuna er tilvalið að frysta og þá er auðvelt að skera bita og bita ef maður vill næla sér í eitthvað sætt með kaffinu.

 

Ferskur og fínn eftirréttur lu kex skyr vanilla jarðarber
Ferskur og fínn eftirréttur

Ferskur og fínn eftirréttur

1 pk LU kex

100 gr bráðið smjör

350 gr grísk jógúrt

350 gr vanilluskyr

hindber og jarðaber

Myljið kexið í botninn (best að nota matvinnsluvél), blandið bráðnu smjörinu við og þjappið í botninn á fallegu formi. Hrærið saman grískri jógúrt og vanilluskyri og setjið blönduna ofan á kexið. Skreytið með berjum ☺ Einfalt, ferskt og ofsa gott.

Ragnheiður Lilja með ömmubróður sínum Páli Bergþórssyni
Ragnheiður Lilja með ömmubróður sínum Páli Bergþórssyni
Helga, mamma hennar Una Björg og Páll
Helga, mamma hennar Una Björg og Páll (sem er ömmubróðir Unu).

.

#2017Gestabloggari 28/52RAGNHEIÐUR LILJAAKUREYRI

— SUNNUDAGSSÍÐDEGISKAFFI —

.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.