Sunnudagssíðdegiskaffi hjá Ragnheiði Lilju

Súkkulaðibomba með kókosklæðningu. Það er eitthvað svo ljúft að fá boð í kaffiboð á sunnudagssíðdegi. Á sólríkum sunnudegi á Akureyri bauð Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir okkur í kaffi og með því. Hún tók vel í að vera gestabloggari og sendi uppskriftirnar um hæl. Eða satt best að segja þá buðum við okkur í kaffi, Ragnheiður Lilja bakar nefnilega mjög góðar kökur. Á ferðalagi okkar um Norðurland höfðum við samband og úr varð kaffiboðið 🙂 „Súkkulaðibomban er ekki fyrir fólk sem er í sykurbindindi” segir Ragnheiður Lilja.

Viltu segja eitthvað að lokum? Tja, ekki annað en að ég ætlað að bjóða ykkur uppá hráfæðisköku (sem eru uppáhaldið mitt), en þú ert svo öflugur í hollustunni að allt sem mér datt í hug er nú þegar á alberteldar.com  🙂

#2017Gestabloggari 28/52

Súkkulaðibomba með kókosklæðningu

Súkkulaðibotn

4 egg

300 gr sykur

200 gr bráðið smjör

75 gr kakó

40 gr vanillusykur

1/2 tsk salt

180 gr hveiti

Kókosklæðning

200 gr kókos

180 gr sykur

75 gr síróp

150 gr rjómi

100 gr smjör

Hitið ofninn í 200°C og undirbúið formið. Gott er að setja smjörpappír í botninn á smelluformi og smella utanum um pappírinn.

Þeytið saman egg og sykur þar til það er létt og ljóst. Bætið kakó, vanillusykri og salti út í og hrærið. Bætið að lokum hveiti og bráðnu smjöri við blönduna og blandið vel saman.

Bakið kökuna í 15 mínútur við 200°, takið hana þá út og leyfið henni að kólna örlítið áður en kókosklæðningin er sett ofaná og kakan aftur inn í ofn.

Á meðan kakan er í ofninum eru öll hráefnin í kókosklæðningunni sett á kalda pönnu og svo kveikt undir. Hrærið í meðan allt bráðnar saman. Látið krauma í 5 mínútur, gott að hræra allan tímann.

Þegar kakan hefur kólnað svolítið er kókosblandan sett varlega ofaná kökuna, lítið í einu þar til búið er að þekja alla kökuna. Þá er hún sett aftur í ofninn í 10 mínútur, eða þar til kókosklæðningin er fallega ljósbrún.

Kökuna er tilvalið að frysta og þá er auðvelt að skera bita og bita ef maður vill næla sér í eitthvað sætt með kaffinu.

 

Ferskur og fínn eftirréttur

1 pk LU kex

100 gr bráðið smjör

350 gr grísk jógúrt

350 gr vanilluskyr

hindber og jarðaber

Myljið kexið í botninn (best að nota matvinnsluvél), blandið bráðnu smjörinu við og þjappið í botninn á fallegu formi. Hrærið saman grískri jógúrt og vanilluskyri og setjið blönduna ofan á kexið. Skreytið með berjum ☺ Einfalt, ferskt og ofsa gott.

Ragnheiður Lilja með ömmubróður sínum Páli Bergþórssyni

Helga, mamma hennar Una Björg og Páll (sem er ömmubróðir Unu)

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *