Gulrótakaka Aldísar frænku

Gulrótakaka Aldísar frænku, Eyjólfur Eyjólfsson, Eyvi gulrótaterta aldís
Eyjólfur fær sér gulrótaköku sem hann bakaði eftir uppskrift Aldísar

Gulrótakaka Aldísar frænku

Sumar kökur eru betri en aðrar segir Eyjólfur Eyjólfsson sem bauð okkur heim á dögunum.  „Gulrótarkaka móðursystur minnar er sú kaka sem ég kannski held mest upp á – ef til vill vegna þess að hún er í senn hátíðleg og ósköp hversdagsleg. Þó svo að móðir mín sé þekkt fyrir íburðarmiklar stríðstertur hef ég yfirleitt hneigst meira til kökubaksturs eins og ég kynntist í sveit sem strákur. Þá á ég að sjálfsögðu ekki við sunnudagshnallþórurnar heldur hinar stóísku og yfirveguðu jóla- og marmakökur sem gengu í svo til heilagt hjónaband með ógerilsneyddri kúamjólkinni.

— GULRÓTATERTUREYJÓLFUR EYJÓLFSSON

.

Gulrótakaka Aldísar frænku virðist því búa yfir búsældarlegri rómantík og borgaralegum hátíðleika – en einnig er yfir henni heimsborgaralegur blær. Hvort heldur sem gulrótarkakan á uppruna sinn að rekja vestur yfir haf til Bandaríkjanna eða til annarra heimsálfa fær krydd-dúettinn engifer og kanill bragðlaukana til að ferðast langt út fyrir landsteinana.” segir Eyjólfur söngvari Eyjólfsson

Gulrótakaka Aldísar frænku
Gulrótakaka Aldísar frænku

Gulrótakaka Aldísar frænku

5 dl hveiti

2 tsk lyfitduft

1/2 tsk matarsóti

1 tsk salt

1 tsk kanill

3-4 dl sykur

1 dl matarolía

4 egg

5 dl rifnar gulrætur

1 tsk engiferduft

1/2 kurlaður ananas (má sleppa) – muna að hella safa af.

Hrærið öllu saman og bakið í springformi við 180°C í u.þ.b. 50 mínútur neðarlega / neðst í ofni.

Krem:

400 gr rjómaostur

3-4 msk flórsykur

Rifinn börkur af hálfri sítrónu

Þeytið rjómaostinn vel í hrærivél með flórsykrinum. Rífið börk með rifjárni af hálfri sítrónu og blandið vel saman við. Hægt er að skera kökuna til helminga og setja krem bæði á milli og ofan á kökuna eða halda henni heillri og setja allt kremið ofan á eða yfir alla kökuna.

🥕

— GULRÓTATERTUREYJÓLFUR EYJÓLFSSON

— GULRÓTAKAKA ALDÍSAR FRÆNKU —

🥕

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.