Iceland Local Food – Sælkerakort Völu Matt

Iceland Local Food – Sælkerakort Völu Matt

Iceland Local Food – Sælkerakort Völu Matt. Matur úr héraði er mjög vinsælt framtak, ekki bara hér á landi heldur víðast hvar um heiminn. Á ferðalögum getur farið dýrmætur tími í að finna staðina sem bjóða upp á local matinn. Frumkvöðullinn og fjölmiðlakonan Valgerður Matthíasdóttir, sem flestir þekkja sem Völu Matt, stendur fyrir heimasíðunni IcelandLocalFood.is og gefur árlega út sælkerakort með sama heiti. Þar eru á einum stað allt það helsta sem telst til matar úr héraði og listinn er sífellt að lengjast enda eykst áhuginn ár frá ári.

VALA MATT

Iceland Local Food – Sælkerakort Völu Matt

Valgerður Matthíasdóttir gerði þáttaröðina Sælkeraferð um Ísland fyrir Stöð 2 þar sem hún fór í sælkeraævintýri í kringum landið

„Ástæðan fyrir því að ég byrjaði á þessu verkefni var sú að ég var í sjónvarpstökum úti á landi og vantaði sjálfa upplýsingar um skemmtilega veitingastaði á landsbyggðinni en fann engin kort eða bæklinga sem bara fjölluðu um mat. Svo ég ákvað að búa til sælkerakortið Food Maps og sælkeraheimasíðuna IcelandLocalFood þar sem hægt er að smella á landshlutana þar sem maður er staddur og þá koma upp allar heimasíður veitingastaðanna og markaðanna og hægt er að skoða stemmningu staðanna, matseðla og verðin og ákveða útfrá því hvert væri gaman að fara. Ég ákvað að hafa kortið á ensku til að erlendu ferðamennirnir gætu fundið skemmtilega staði til að borða en svo komst ég náttúrulega að því að eins og ég sjálf þá eru eiginlega allir aðrir Íslendingar sem þurfa þessar upplýsingar ekki síður. Það eru svo margar faldar perlur út um allt land sem svo gaman er að upplifa. Ég hef ekki séð svona verkefni erlendis en það er kannski til einhvers staðar. Svo var mér bent á að kannski væri þetta spurning um að fara í útrás og búa til svona dæmi í öðrum löndum. Hver veit. En alltaf þegar ég fer til útlanda þá byrja ég á því að kynna mér mat og matarmenningu landsins og borgarferðir hjá mér snúast orðið að mestu um matarupplifun enda elska ég að upplifa skemmtilega stemmningu veitingastaða og sælkerabúða og sælkeramat. Það er fátt skemmtilegra. Þetta er eitt skemmtilegasta fjölmiðlaverkefni sem ég hef unnið af því ég elska góðan mat og að prófa eitthvað nýtt og svo elska ég skemmtilega hönnun veitingastaða hvort sem þeir eru hráir, gamaldags eða nýtískulegir. Eitt af mínum mottóum í lífinu er að búa til ævintýri og svo upplifa og njóta þeirra” segir hin glaðlega Vala Matt.

VALA MATT

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.