Rabbar barinn – Hlemmur mathöll

Rabbar barinn - Hlemmur mathöll Bryndís Sveinsdóttir

Rabbar-barinn á Hlemmi mathöll. Bryndís Sveinsdóttir eigandi tók á móti mér með brosi á vör. Á hverjum morgni fær hún ferskt grænmeti frá íslenskum bændum. Hjá henni er hægt að fá þrjár tegundir af súpum daglega sem framreiddar eru í umhverfisvænum umbúðum. Á næstunni byrjar Bryndís að bjóða upp á grænmetissamlokur, grænmetisþeytinga og vegansúpu. Auk alls þessa er hægt að fá undurgóðar grillaðar humarsamlokur með basildress­ingu, bei­koni og græn­meti. Dásemd samlokanna spyrst hratt út og þann stutta tíma sem ég staldraði við á Rabbar-barnum komu tveir eða þrír starfsmenn í húsinu til að fá samlokurnar góðu.

Rabbar barinn - Hlemmur mathöll

Hollasti bar á Íslandi. Á hverjum morgni fær Bryndís sendingu af fersku grænmeti

Rabbar barinn - Hlemmur mathöll Rabbar barinn - Hlemmur mathöll Rabbar barinn - Hlemmur mathöll

Bryndís naut aðstoðar fjölskyldu og vina við undirbúninginn. Pabbi hennar smíðaði innréttingarnar, stór hluti þeirra er úr vörubrettum.

Rabbar barinn - Hlemmur mathöll

Á Rabbar-barnum eru afurðir frá Friðheimum. Þetta mun vera eini staðurinn fyrir utan framleiðslustaðinn sem vörurnar þeirra eru seldar.

Rabbar barinn - Hlemmur mathöll nýuppteknar kartöflur íslenskar

Kartöflusmælki er hreinasta lostæti. Ég fékk poka af smælki, hálfsauð, skar í tvennt og steikti í olíu ásamt rósmaríni, hvítlauk, salti og pipar. Mjög mjög gott.

Rabbar barinn - Hlemmur mathöll

Í austurhluta Hlemms eru borð og bekkir, þar geta gestir sest niður og borðað góðgætið af stöðunum. Bryndís sér um kryddjurtirnar á borðunum sem bæði eru til skrauts og líka fyrir viðskiptavini til að krydda matinn sinn.

Rabbar barinn - Hlemmur mathöll Rabbar barinn - Hlemmur mathöll

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.