Kaffihúsið á Kjarvalsstöðum í öruggum höndum Marentzu Poulsen

Kaffihús Marentzu Poulsen á Kjarvalsstöðum. Við fórum í dag og heimsóttum Marentzu Paulsen sem er heldur betur búin að blása lífi í Kjarvalsstaði. Þarna var setið við hvert einasta borð allan tímann sem við dvöldum á staðnum. Ýmsar lagfæringar hafa verið gerðar og allar til góðs. Nokkrar breytingar til viðbótar eru á teikniborðinu að sögn Marentzu sem ætlar í vetur að bjóða upp á síðdegiste að enskum sið, Afternoon Tea, fyrsta sunnudag í hverjum mánuði. Já látið ykkur hlakka til.

Fyrir tæplega tuttugu árum blés hún lífi í Grasagarðinn í Reykjavík með Café Flóru sem strax sló í gegn. Hin færeyska smurbrauðsjómfrú er engri lík – það má nú segja að hún kalli ekki allt ömmu sína!

Á bak við okkur Marentzu má sjá nýja afgreiðslu og splunkuný ljós í loftinu sem setja fallegan svip á staðinn.

Víst er að Borgfirðingurinn Jóhannes Kjarval hefði verðið ánægður með framtak Marentzu.

Bláberjapæ

Hindberjaostaterta

Sítrónupæ, “tarte au citron“.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.