Karamelluterta með rifsberjum

Karamelluterta með rifsberjum. Gunnu Stínu kynntist ég fyrir tæpum þremur áratugum og varð strax heillaður af þessari lífsglöðu konu sem lenti í hverju ævintýrinu á fætur öðru og hló innilega að öllu saman.

Hún kallar ekki allt ömmu sína, auk þess að starfa dags daglega sem geislafræðingur hefur hún rifið upp blakdeildina í Mosfellsbænum svo eftir því er tekið.

Gunna Stína bauð okkur Bergþóri í kaffi í dag. Við skelltum okkur í sund áður og mættum banhungraðir í sunnudagskaffið.

#2017Gestabloggari 38/52

Karamelluterta með rifsberjum

Botn

150 g smjör

1/3 dl sykur

3 dl haframjöl

2 dl hveiti

Fylling:

1,d dl rjómi

50 g smjör

1,5 dl ljóst síróp

1/2 dl sykur

200 g ljóst súkkulaði

1/2 tsk salt

2 dl rifsber

Botn: Bræðið smjör í pott. Bætið sykri, haframjöli og hveiti út í. Hrærið saman þangtð ti það er orðið að deigi. Setjið deigið í bökuform, notið fingur til að fletja deigið út í forminu. Bakið í 10-12 mín.

Fylling: Setjið rjóma, smjör, síróp, sykur og salt í pott. Látið suðuna koma upp, sjóðið á vægum hita í 10-15 mín eða þar til karamellan er byrjuð að dökkna og þykkna. Takið af hellunni. Brjótið súkkulaðið út í pottinn og hrærið í á meðan það bráðnar. Hellið súkkulaðikaramellunni yfir botninn og stráið rifsberjum yfir. Látið bökuna stífna í kæli, gjarnan yfir nótt.

Uppskriftin barst Gunnu Stínu sem stafræn ljósmynd úr bók/bæklingu (veit ekki hvaða) en ég sé að hin ágæta síða Eldhússystur hefur áður birt þessa uppskrift undir heitinu Dásamleg rifsberjabaka

http://www.alberteldar.com/2017/09/17/karamelluterta-med-rifsberjum/img_2021/

myndband: Karamelluterta

 

SaveSave

SaveSave

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *