Ómótstæðilegt kókosbollusæla – það er engin leið að hætta

Ómótstæðilegt kókosbollusæla
Árlegt dömukaffiboð var hér á dögunum, þessi boð eru kjörin til að prófa nýtt kaffimeðlæti. Auðvitað má nota hvaða ávexti sem er saman við rjómann. Eina ástæðan fyrir því að ég valdi jarðarber, hindber, mangó og vínber eru fallegir litir. Yfir fór fagurgult heimagert Sítrónusmjör. Ef þið eigið ykkur uppáhalds súkkulaði má gjarnan bæta því við. Kjörið kaffimeðlæti eða eftirréttur.

Þessi kókosbollusæla er mjög mjög góð og eiginlega ekki nokkur leið að hætta – svo er hún bara svo ótrúlega holl (grín).

Það getur verið mikil kúnst að halda boð og láta allt ganga upp, nú er ég ekki að segja að ég sé fullkominn í þessu – langt frá því. Til þess að veislur gangi vel fyrir sig er mikilvægt að undirbúa allt eins vel og hægt er – auðvitað sjáum við ekki allt fyrir, við vitum t.d. ekki hvaða stefnu umræður í boðinu taka.

Hvar á hver að sitja? Hver kannast ekki við að setjast niður „hjá sínu fólki”, þar finnum við öryggi og okkur líður vel. Stundum á það við. Það er líka fínt að blanda eins og hægt er þannig kynnist fólk. Í dömuboðinu í ár var leikur, ég tók eitt orð úr nýjustu færslunni þeirra á fasbókinni, skrifaði það á sitt hvorn miðann. Annar miðinn fór við fyrirdiskinn en hinn í skál. Síðan dróu þær miða og fundu miða með sama orði á og settust þar. Aftan á miðanum á borðinu stóð frá hverri orðið var. Síðan fórum við hringinn, hver og ein las sinn miða og sú sem átti orðið og færsluna sagði frá henni. Fínn ísbrjótur og allnokkrar umræður um færslurnar.

 

Áður en við settumst til borðs var skálað í laxableiku J.P.Chenet Ice Edition freyðivíni og með kökunum var Sandeman sérrý það sama og ég notaði í uppskriftina hér að neðan

Auk kókosbollusælunnar var með kaffinu upprúllaðar pönnukökur, saltfisksnittur, döðlu-pestósalat, avókadóterta og ananassalsa.

Ómótstæðilegt kókosbollusæla

ca 12-14 makkarónukökur

1 dl sérrý

1/3 tsk salt

1/4 l rjómi

4 kókosbollur

1/2 marengsbotn, brotinn gróft

1 mangó, skorið í bita

1 pera, skorin í bita

1 msk sítrónusafi

1 ds fersk jarðarber

1 b vínber

2-3 msk sítrónusmjör

1/2 b Nóa kropp

Brjótið makkarónur í tvennt, raðið í botninn á formi. Hellið sérrýinu yfir og stráið salti þar yfir. Stífþeyrið rjómann, bætið saman við kókosbollum, ávöxtum og sítrónusafa. Blandið saman við með sleif. Setjið yfir makkarónukökurnar. Dreifið úr sítrónusmjörinu yfir.

Skreytið með vínberjum og Nóa kroppi. Látið standa í 2-3 klst áður en hún er borin á borð.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *