Rjómakaramella – myndband

Rjómakaramella. Eitt það skemmtilegast sem ég gerði í eldhúsinu þegar ég var lítill var að útbúa karamellur. Það telst nú kannski ekki æskilegt í nútímanum að leyfa börnum að stússast við slíkt enda er brendur sykur mjög hættulegur.

 

Rjómakaramella

1/2 b sykur

30 g smjör (um 2 msk)

1/2 tsk salt

smá vanilla

1/4 b rjómi

Setjið sykur, smjör og salt á pönnu og brúnið. Hrærið stöðugt í bætið rjómanum saman við þegar sykurinn er orðinn aðeins meira en ljósbrúnn. Slökkvið undir og hrærið í áfram.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *