Bláberjaterta – bærilega góð hráterta

Bláberjaterta – bærilega góð hráterta hnetur döðlur kaka hráterta raw food terta cake
Bláberjaterta – bærilega góð hráterta

Bláberjaterta – bærilega góð hráterta

Er eitthvað ferskara, hollara og sumarlegra en góð hráterta með kaffinu? Fyrst þegar ég útbjó þessa tertu var ég með frosin bláber, það gekk ekki alveg nógu vel því kókosolían harnar þegar nú blandast saman við frosin berin. Best er að nota fersk ber. Það er eins með þessa tertu eins og allar hrátertur sem ég hef smakkað: Betri daginn eftir. Hugsum um heilsuna, hún er verðmæt „Berum ábyrgð á eigin heilsu” er slagorð Heilsustofnunar Náttúrulækningafélagsins, gerum þau slagorð að okkar og byrjum núna strax.

— HRÁTERTUR — BLÁBERTERTURHRÁFÆÐI

.

Bláberjaterta – bærilega góð hráterta
Bláberjaterta – bærilega góð hráterta

Bláberjaterta – bærilega góð hráterta

Botn:
1 1/2 b mjúkar döðlur
1 b möndlur
2-3 msk hunang
1/3 tsk salt

Fylling:
1 dl kókosmjöl
2 dl kasjúhnetur eða brasilíuhnetur
2 dl fersk bláber eða frosin og þídd
1-2 msk hunang eða agave síróp eftir smekk
2-3 msk fljótandi kókosolía
1 msk sítrónusafi

Skraut: (Mega)Nóa Kropp, bláber, limebörkur, ávextir…

Botn: Leggið möndlur og döðlur í bleyti í 20-30 mín. Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél og maukið – samt ekki of lengi. Takið botninn úr smelluformi og setjið hringinn beint á tertudisk. Þrýstið deiginu í formið. Kælið.

Fylling: Maukið allt saman í matvinnsluvél. Hellið blöndunni í formið og frystið í 30-60 mín. Skreytið með Nóa Kroppi, bláberjum, límónuberki, ávöxtum.

.

— HRÁTERTUR — BLÁBERTERTURHRÁFÆÐI

— BÆRILEGA GÓÐ BLÁBERJATERTA —

.

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.