Bláberjaterta – bærilega góð hráterta

Bláberjaterta – bærilega góð hráterta. Er eitthvað ferskara, hollara og sumarlegra en góð hráterta með kaffinu? Fyrst þegar ég útbjó þessa tertu var ég með frosin bláber, það gekk ekki alveg nógu vel því kókosolían harnar þegar nú blandast saman við frosin berin. Best er að nota fersk ber. Það er eins með þessa tertu eins og allar hrátertur sem ég hef smakkað: Betri daginn eftir. Hugsum um heilsuna, hún er verðmæt „Berum ábyrgð á eigin heilsu” er slagorð Heilsustofnunar Náttúrulækningafélagsins, gerum þau slagorð að okkar og byrjum núna strax.

Bláberjaterta – bærilega góð hráterta

Botn:

1 1/2 b mjúkar döðlur

1 b möndlur

2-3 msk hunang

1/3 tsk salt

Fylling:

1 dl kókosmjöl

2 dl kasjúhnetur eða brasilíuhnetur

2 dl fersk bláber eða frosin og þídd

1-2 msk hunang eða agave síróp eftir smekk

2-3 msk fljótandi kókosolía

1 msk sítrónusafi

Skraut: (Mega)Nóa Kropp, bláber, limebörkur, ávextir…

Aðferð:
Botn: Leggið möndlur og döðlur í bleyti í 20-30 mín. Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél og maukið – samt ekki of lengi. Takið botninn úr smelluformi og setjið hringinn beint á tertudisk. Þrýstið deiginu í formið. Kælið.

Fylling: Maukið allt saman í matvinnsluvél. Hellið blöndunni í formið og frystið í 30-60 mín. Skreytið með Nóa Kroppi, bláberjum, límónuberki, ávöxtum.

SaveSave

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *