Graskerssúpa

Graskerssúpa.  Bergþór Bjarnason hélt glæsilegt matarboð í Frakklandi á dögunum og bauð upp á graskerssúpu í forrétt. „Á þessum árstíma er mikið um grasker eða önnur svipuð fyrirbæri sem við köllum hér ,,courge“ og einhvern tíma þegar ég var að vandræðast yfir því hvað ég ætti að gera við þetta því ég hafði aldrei notað ,,courge“ áður, sá ég uppskrift af gratíni og lærði þannig að undirbúa þetta grænmeti og þróaði þessa súpu" segir Eyjapilturinn Bergþór

Lesa meira...

Hafrakossar – jólalegar smákökur

Hafrakossar - jólalegar smákökur. Karl Indriðason er rúmlega þrítugur Breiðdælingur sem kallar ekki allt ömmu sína og gaman að segja frá því að hann er Fáskrúðsfirðingur í föðurætt. „Ég er með hússtjórnarpróf frá Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. Hef frá unga aldri haft áhuga á bakstri og matreiðslu og hef meðal annars starfað við það. Hef einnig brennandi áhuga á hönnun og húsbúnaði, kalla mig oft húsbúnaðarperra, auk þess hef gaman af útiveru með heimilshundinum og gríp í heklunálina þegar tími gefst" Karl og eiginmaður hans Benedikt Jónsson hafa verið búsettir á Breiðdalsvík í tæp 5 ár, þar á undan var hann búsettur á Spáni í 9 mánuði. Í dag starfar Karl sem þvottahússtjóri hjá Þvottaveldinu ehf.

Lesa meira...

Apótekshádegi og borðsiðanámskeið

Apótekshádegi og borðsiðanámskeið. Marsibil söng eftirminnilega Einu sinni á ágústkvöldi með afa sínum í sextugsafmæli hans í Eldborg um daginn. Að launum fékk hún m.a. út af borða með öfum sínum og námskeið í borðsiðum á Apótekinu. Allt gekk þetta vel, enda er hún svo sem ágætlega að sér í borðsiðum, en alltaf er hægt að rifja upp og bæta sig. Við fórum yfir hvernig er skálað, hvað við gerum við servíettuna, hvernig haldið er á hnífapörum og margt annað. Drögum ekki að kenna börnum góða borðsiði og kurteisi. Þau elska svona reglur.

Lesa meira...

Fjórar bestu smákökutegundirnar 2017

Fjórar bestu smákökutegundirnar 2017. Nýlega fór fram hin árlega smákökusamkeppni Kornax. Fjölmargar dásamlega góðar smákökur kepptu og dómnefndinni var mikill vandi á höndum. Eftir að hafa fækkað niður í tuttugu voru þær smakkaðar aftur og gefin stig. Að því búnu voru stigin talin og hér er topp 4 listinn

Lesa meira...

Sómakonur í boði – veisla með mjög lítilli fyrirhöfn

Sómakonur í heimsókn. Í miklum önnum er skipulagið mikilvægt ef ekki mikilvægast. Það er frábær kostur fyrir störfum hlaðið fólk, sem vill halda veislu með sem minnstri fyrirhöfn, að fá senda heim veislubakka. Þetta reyndum við á dögunum þegar Árdís systir mín og hennar vinkonur komu hingað með stuttum fyrirvara.

Lesa meira...

Hollenskir möndluklattar – Gevulde koek

Hollenskir möndluklattar – Gevulde koek. Bergdís frænka mín var nýlega í Amsterdam og fékk dýrindis möndluklatta á kaffihúsi einu. „Þegar ég borðaði klattann rifjaðist upp fyrir mér að í þau tvö fyrri skipti sem ég hef komið til Hollands þá var ég sérstaklega hrifin af þessum klöttum.

Lesa meira...

Kostgangari hjá Lukku á Happi – myndband

Kostgangari hjá Lukku á Happi og Betufundur - MYNDBAND. Í rúma viku hef ég verið kostgangari hjá Lukku á Happi, á fæði sem kallað er Clean Gut fæði (gluten-, sykur- og mjólkurlaust). Þessir matarpakkar Lukku eru hreinasta snilld, á hverjum degi er sóttur poki með fjölbreyttum og góðum mat fyrir daginn. Grænmeti, baunir, kínóa, fiskur, safar, kjöt og heimsins bestu chiagrautar eru uppistaðan í próteinríkum máltíðunum.

Lesa meira...

Piparsveinar – 1.sæti í smákökusamkeppni Kornax 2017

Pip­ar­svein­ar Ástrós Guðjóns­dótt­ir gerði sér lítið fyrir og sigraði í Smákökusamkeppni Kornax í ár. Í viðtali í Morgunblaðinu seg­ir Ástrós að hug­mynd­in að kök­un­um hafi kviknað í hálf­gerðri til­rauna­starf­semi. „Ég var ný­kom­in heim til Íslands og pip­ar­kúl­urn­ar frá Nóa voru ný­komn­ar á markað. Mér finnst þær æðis­leg­ar og fyrsta skrefið var kara­mell­an sjálf. Síðan bætti ég við botn­in­um og loks hjúpn­um og úr varð þessi fína smákaka,“ seg­ir Ástrós um það hvernig Pip­ar­svein­arn­ir urðu til.

Lesa meira...

Versalakökur – 2.sætið í smákökusamkeppni Kornax 2017

Versalakökur - 2.sætið í smákökusamkeppni Kornax 2017. Valgerður Guðmundsóttir hreppti annað sætið með Versalakökunum ljúffengu. Fallegar og mjög jólalegar smákökur. Mér fannst eitt augnablik ég vera kominn til Versala þegar ég beit í fyrstu kökuna - apríkósurnar komu skemmtilega á óvart. Hér harmónerar allt vel saman

Lesa meira...