Apótekshádegi og borðsiðanámskeið

Apótekshádegi og borðsiðanámskeið. Marsibil söng eftirminnilega Einu sinni á ágústkvöldi með afa sínum í sextugsafmæli hans í Eldborg um daginn. Að launum fékk hún m.a. út af borða með öfum sínum og námskeið í borðsiðum á Apótekinu. Allt gekk þetta vel, enda er hún svo sem ágætlega að sér í borðsiðum, en alltaf er hægt að rifja upp og bæta sig. Við fórum yfir hvernig er skálað, hvað við gerum við servíettuna, hvernig haldið er á hnífapörum og margt annað. Drögum ekki að kenna börnum góða borðsiði og kurteisi. Þau elska svona reglur.

Jólalegt kanelbrauð. Á meðan við biðum eftir matnum fengum við jólalegt brauð. Í því var var hvítt súkkulaði, trönuber og á brauðinu var kanilhúð. Með því var borið fram trufflusmjör – algjörlega truflað og minnti okkur á að það styttist til jóla.

Maturinn sem við fengum var næstum því ólýsanlega góður og eftirréttirnir hver öðrum betri. Við fengum okkur lax, fisk dagsins og steikt blómkál. Allir voru réttirnir með fjölbreyttu og góðu meðlæti.

Við fengum okkur sinn hvern eftirréttinn sem allir brögðuðust óaðfinnanlega.

Yuzu og súkkulaði (mjólkursúkkulaðimús, karamelluyuzukrem og salthnetubaka. Það fór unaðsleg sæluvíma um líkamann við fyrsta bita (og reyndar við hvern bita…)

Jólakúla á kryddkexi, karamelluhvítsúkkulaðimús með epla- og fáfnisgrasfyllingu.  Ég legg bara ekki meira á ykkur – Jú annars, ég geri það:

Cherry Delight. Hitti mann í vikunni sem fer mikið út að borða, hann sagði mér að besti eftirrétturinn á öllu höfuðborgarsvæðinu væri Cherry Delight (kirsuberjamús, kirsuberjafylling og hvítsúkkulaði á kexbotni). Þetta er jafn gott og það er fallegt. Það má vel mæla með því að þrífa aðeins minna fyrir jólin og fara á Apótekið til að fá sér þessa dásemd – þið sjáið ekki eftir því.

Get alveg viðurkennt að ég á til að ganga frekar hægt um veitingasali svo ég sjá hvað fólk er að borða. Gat ekki betur séð en flestir sem þarna voru væru með þjóðlegt íslenskt lambalæri í hádeginu á sunnudegi.

Á meðan við biðum eftir eftirréttunum rifjaði Marsibil upp nokkur jólalög á ensku með afa sínum sem hann á að syngja fyrir útlendinga. Einn sem er alltaf í vinnunni, en það átti ágætlega við í þessu tilfelli.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *