Smjörkökur – grunnuppskrift að mörgum góðum smákökum

Smjörkökur - smákökudeig í lengjum jólagöndull bergþór göndull grunnuppskrift að mörgum góðum smákökum skírt smjör hvernig á að skíra smjör
Smjörkökur – grunnuppskrift að mörgum góðum smákökum

Smjörkökur – grunnuppskrift að mörgum góðum smákökum

Það getur verið þægilegt á aðventunni að eiga tilbúið smákökudeig í ísskápnum. Með stuttum fyrirvara er hægt að skera þær niður, setja á plötu og baka.  Smjörkökur eru stökkar, einfaldar og bragðgóðar. Bessastaðakökurnar góðu eru byggðar á sömu grunnuppskrift, að vísu er notað í þær „skírt smjör“, flórsykur (sem gerir þær mýkri) og upphaflega uppskriftin mun vera eggjalaus.

BAKSTUR — SMÁKÖKURJÓLAUPPSKRIFTIRSKÍRT SMJÖR

.

Það sem við köllum jólasmákökugöndla og styttum stundum í jólagöndla. Þrjár lengjurnar frá vinstri eru smjördegislengur, síðan pipartökulengja og loks haframjölsdeig.

Grunnuppskriftin er hér að neðan og þar fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir hvað hægt er að hafa ofan á:

Smjörkökur – grunnuppskrift að mörgum góðum smákökum

250 g smjör (þær verða betri og renna síður út ef smjörið er skírt(sjá neðst))

250 g sykur

250 g hveiti

1/2 tsk salt

1 egg.

Hnoðið saman, útbúið lengjur, vefjið í filmu og geymið í ísskáp.

BAKSTUR — SMÁKÖKURJÓLAUPPSKRIFTIRSKÍRT SMJÖR

.

Fremst er bláberjasulta og hvítt súkkulaði, vinstra megin við hana er marsipan, þar fyrir ofan möndlur og grófur sykur, aftur bláberjasulta og t.h. apríkósusulta og hvítt súkkulaði.

Skerið lengjurnar í sneiðar, leggið á bökunarpappír. Þrýstið holu í kökurnar með fingurbjörg og setjið þar í fyllingu. Hér eru nokkrar hugmyndir:

-Hvítt eða dökkt súkkulaði (ykkar uppáhaldssúkkulaðið)

-Apríkósusulta (og súkkulaði)

-Bláberjasulta (og súkkulaði)

-Heilar möndlur

-Saxaðar möndlur og grófur sykur (Bessastaðakökur)

-Grófur sykur

-Pekanhnetur, saxaðar

-Marsipan

Bakið við 180°C í 10 mín.

Skírt smjör. Smjör er skírt með því að bræða það i potti. Hella í skál og láta storkna í ísskáp. Þegar smjörið er storknað, er það tekið úr skálinni og syrjan (þetta hvíta á neðra borðinu) er skafin af og hent. Þar með er skírt smjör tilbúið.

*Skírt smjör. Smjör er skírt með því að bræða það i potti. Hella í skál og láta storkna í ísskáp. Þegar smjörið er storknað, er það tekið úr skálinni og syrjan (þetta hvíta á neðra borðinu) er skafin af og hent. Þar með er skírt smjör tilbúið.

BAKSTUR — SMÁKÖKURJÓLAUPPSKRIFTIRSKÍRT SMJÖR

— SMJÖRKÖKUR, GRUNNUPPSKRIFT AÐ MÖRGUM GÓÐUM SMÁKÖKUM —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.