Tíu vinsælustu gestabloggararnir 2017

Tíu vinsælustu gestabloggararnir 2017

Tíu vinsælustu gestabloggararnir 2017

Eitt af markmiðum ársins var að birta uppskriftir frá 52 gestabloggurum, þetta gekk eftir og er ég öllu þessu fólki óendanlega þakklátur. Allir höfðu frjálsar hendur. Sumir völdu að halda matarboð á meðan aðrir útbjuggu góðgæti og framreiddu á annan hátt. Það getur vel verið að leikurinn haldi áfram eitthvað fram eftir nýju ári #þaðerbarasvoskemmtilegtaðbjóðasérímatareðakaffiboðogenginleiðaðhættaþví

Hér er topp tíu yfir mest skoðuðu gestabloggarana árið 2017:

1. Anna Sigga: Heitur ofnréttur Önnu Siggu

2. Vilborg: Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn

3. Sólrún: Hommabrauðið góða – glútenlaust lyftiduftsbrauð

4. Elva Ósk: Döðlunammi Elvu Óskar – alveg suddalega gott

5. Margrét: Margrét Jóns í Mundo – magnaður eldhugi

6. Þórunn&Helga: Bráðskemmtilegt matarboð í Brussel

7. Ragnheiður Lilja: Sunnudagssíðdegiskaffi hjá Ragnheiði Lilju

8. Edda Björgvins: Edda Björgvins, einstakur gleðigjafi heldur matarboð

9. Björg: Brauðsúpa, gamaldags, góð brauðsúpa frá Láru Vigga

10. Sigurlaug Margrét: Sítrónumatarboð hjá Sigurlaugu Margréti

Takk fyrir matarsamfylgdina á árinu

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.