Grænmetissúpa Magneu Tómasdóttur

Grænmetissúpa Magneu. Á meðan ég skrifaði í Gestgjafann varð til þáttur í blaðinu sem kallaðist: Óperusöngvari eldar! (eins og það sé einhver stórfrétt að þeir eldi). Magnea Tómasdóttir eldaði grænmetisrétti í eitt af haustblöðunum. Í greininni kemur fram að hún hafi slegið í gegn í óperunni Hollendingnum fljúgandi og staðið sig með prýði í alþjóðlegri keppni Wagner-söngvara í Þýskalandi. Meðal þess sem Magnea eldaði fyrir blaðið var þessi dásamlega súpa.

Grænmetissúpa Magneu

5 gulrætur

2 meðalstórir kúrbítar

1/2 meðalstór blaðlaukur

1 laukur

2 hvítlauksrif, smátt söxuð

150 g blómkál

150 g spergilkál

1 l grænmetissoð

1 dós hakkaðir tómatar

1 grænmetisteningur

salt, pipar, paprika

1 msk ferskt basil.

Skerið allt grænmetið í hæfilega bita og setjið það í pott. Bætið vökva og kryddi út í. Lækkið hitann þegar suðan er komin upp og látið súpuna malla í u.þ.b. 30 mín. Berið hana fram með grófum smábrauðum.

Það er hægt að nota hvaða grænmeti sem er, einfaldlega það sem er til í ísskápnum.

Gestgjafinn 8.tbl 2002. Myndiir: Gísli Egill Hrafnsson. Texti: Albert Eiríksson.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *