Kanilterta – bragðast klárlega ennbetur með góðum kaffisopa

Kanilterta Guja Begga Kanelterta sem bragðast klárlega ennbetur með góðum kaffisopa Guðríður BERGKVISTSDÓTTIR kanill terta kaka Fáskrúðsfjörður Helena Stefánsdóttir ljósmyndari kaka SÚKKULAÐIBRÁÐ SÚKKULAÐIKREM
Kaniltertan góða

Kanilterta sem bragðast klárlega ennbetur með góðum kaffisopa

Þessi fallega terta bráðnar í munni og blandan af kanil, rjóma og súkkulaðið er skemmtileg og kallar bara á góðan kaffibolla (og svo aðeins meira af kaffi og tertu…).  Enn ein undurgóða tertan frá Guju Begga þeirri sömu og bakaði Rasptertuna og Pipptertuna.

— TERTUR — #2017Gestabloggari48/52FÁSKRÚÐSFJÖRÐURGUJA BEGGA

.

Kanilterta Guja Albert Kanilterta sem bragðast klárlega ennbetur með góðum kaffisopa
Guja Begga og Albert

Kanilterta

Botn:
200 g hveiti
1 tsk kanill
200 g sykur
200 g smjörlíki
1 egg

Súkkulaðibráð:

100 g suðusúkkulaði
½ b heitt kaffi
1½ msk smjör
1-1½ b flórsykur
1 tsk vanilludropar
rjómi
½ l. rjómi þeyttur rjómi

Botn:
Hnoðað saman hráefninu og skipt í fjóra jafna hluta,
Deigið flatt út í fjóra millistóra lausbotna forma
og bakað við 180°c í ca. 15-20 mín.

Súkkulaðibráð:
Suðusúkkulaðið er brætt í heitu kaffinu og hrært saman við restina af hráefninu.

Þeyttur rjóminn settur á milli og súkkulaði bráðin ofaná.
Skreytt af vild.

Best er að geyma tertuna í frósti og taka fram tveim tímun fyrir borðhald.

Einnig er hægt að hafa tertuna í annari útgáfu. Þá er uppskrift botnsins tvöfölduð og tertan verður átta laga , smjörkrem sett á milli og ofaná. En súkkulaði bráðar og rjóma sleppt.

Annað krem, eða tilbrigði:

1 plata suðusúkkulaði. 2 msk. sýróp, 2 msk rjómi.

Setjið allt í pott og bræið á vægum hita og hrært stöðugt í. Hellið yfir kökuna. „Þetta þykir einstakega gott.”

Tertumynd: Helena Stefánsdóttir

.

— TERTUR — #2017Gestabloggari48/52FÁSKRÚÐSFJÖRÐURGUJA BEGGA

— KANILTERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.