Bolludagsbollur – vatnsdeigsbollur

Bolludagsbollur - vatnsdeigsbollur Royal búðingur marsipan kókosbollur mangó bestu bollurnar
Vatnsdeigsbollur

Vatnsdeigsbollur

Tvær ólíkar fyllingar í vatnsdeigsbollur. Kannski hljómar framandi að blanda saman rjóma, kókosbollum og brómberjum en trúið mér; útkoman er stórfín. Í hinum bollunum er Royal búðingi blandað saman við rjóma sem er hafður á milli ásamt hráu marsipani og bláberjasultu. En fyrst er það grunnuppskriftin.

.

BOLLUDAGUR — BOLLUR – SPRENGIDAGUR

.

Vatnsdeigsbollur

80 g smjörlíki

2 dl vatn

100 g hveiti

⅓ tsk salt

2 egg

Setjið smjörlíki og vatn í pott og hitið þangað til smjöriðlíkið er bráðnað. Takið af eldavélinni og bætið við hveiti og salti. Setjið fyrst annað eggið og hrærið saman og loks hitt. Mótið bollur með tveimur matskeiðum á ofnplötu með bökunarpappír. Bakið við 180°C í um 20 mínútur eða þar til bollurnar eru orðnar gylltar á litinn. Það má alls ekki opna ofninn á meðan á bakstri stendur.

 

Royal-rjómabollur

1/2 l rjómi

3 msk Royal karamellubúðingur

Hrátt marsipan í þunnum sneiðum

bláberjasulta.

Skerið vatnsdeigsbollurnar í tvennt. Stífþeytið rjómann, bætið við karamellubúðingi. Skerið marsípanið í þunnar sneiðar og raðið 2-3 ofan á neðri hlutann. Setjið ca 2 tsk á hverja bollu, sprautið karamellurjómanum yfir.
Dýfið bollu”lokinu” í súkkulaði og lokið bollunni.

Kókosbollu- og mangóbollur

1/2 l rjómi

3 kókosbollur

1 b brómber, söxuð

Mangó í sneiðum

Skerið bollurnar í tvennt. Stífþeytið rjómann og bætið kókosobllunum saman við með sleikju (þær eiga að vara svolítið grófar) og brómberjunum.
Takið utan af mangói, skerið í þunnar sneiðar og raðið á neðri hlutann. Setjið kókosbollurjómann þar yfir.
Dýfið bollu”lokinu” í súkkulaði og lokið bollunni.

.

BOLLUDAGUR — BOLLUR – SPRENGIDAGUR

BOLLUDAGSBOLLUR, VATNSDEIGSBOLLUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.